Rétt eins og í tilfelli banka hafa tryggingafélög verið sökuð um að okra á viðskiptavinum sínum. Ef horft er til arðsemi félaganna út frá afkomu vátrygginga, sem segir til um hvernig tekst að ávaxta fjármagnið sem eigendur hafa bundið í félaginu, er erfitt að álykta annað en að slíkar ásakanir eigi ekki við rök að styðjast.

Þannig má sjá að arðsemi af vátryggingastarfsemi félaganna verður seint talin óeðlilega mikil. Til marks um það nemur meðalarðsemi félaganna af vátryggingastarfsemi 6,6% á tímabilinu 2019-2023 og miðgildi 7,1%.

Þegar horft er til meðalarðsemi á tímabilinu má sjá að Vörður og Sjóvá skiluðu bæði hátt í 10% arðsemi, Vörður með 9,9% og Sjóvá 9,7%. Næst á eftir kom TM með 5,9% meðalarðsemi en meðalarðsemi VÍS nam einungis 0,7%. Þar vegur þungt að árið 2020 var arðsemi vátrygginga neikvæð um 11,8% hjá félaginu.

Þrálát verðbólga hefur herjað á landsmenn og hefur mælst yfir 6% í rúmlega tvö ár. Hæst fór verðbólgan í 10,2% fyrir rúmlega ári síðan. Til að setja arðsemi vátryggingastarfsemi félaganna í samhengi var raunarðsemi þeirra allra neikvæð á síðasta ári, en verðbólga stóð í 7,7% í lok síðasta árs. Þannig skilaði vátryggingastarfsemi Sjóvá 7,1% arðsemi, TM 6,3%, Vörður 5,3% og VÍS skilað neikvæðri arðsemi upp á 3,1%. Árið áður stóð verðbólgan í 9,6% í lok árs. Vörður var eina félagið sem skilaði jákvæðri raunarðsemi af vátryggingastarfsemi það ár með 11,3% arðsemi. Það ár skilaði vátryggingastarfsemi Sjóvá 7,1% arðsemi, VÍS 7% og TM 5,6%.

Rétt eins og í tilfelli banka hafa tryggingafélög verið sökuð um að okra á viðskiptavinum sínum. Ef horft er til arðsemi félaganna út frá afkomu vátrygginga, sem segir til um hvernig tekst að ávaxta fjármagnið sem eigendur hafa bundið í félaginu, er erfitt að álykta annað en að slíkar ásakanir eigi ekki við rök að styðjast.

Þannig má sjá að arðsemi af vátryggingastarfsemi félaganna verður seint talin óeðlilega mikil. Til marks um það nemur meðalarðsemi félaganna af vátryggingastarfsemi 6,6% á tímabilinu 2019-2023 og miðgildi 7,1%.

Þegar horft er til meðalarðsemi á tímabilinu má sjá að Vörður og Sjóvá skiluðu bæði hátt í 10% arðsemi, Vörður með 9,9% og Sjóvá 9,7%. Næst á eftir kom TM með 5,9% meðalarðsemi en meðalarðsemi VÍS nam einungis 0,7%. Þar vegur þungt að árið 2020 var arðsemi vátrygginga neikvæð um 11,8% hjá félaginu.

Þrálát verðbólga hefur herjað á landsmenn og hefur mælst yfir 6% í rúmlega tvö ár. Hæst fór verðbólgan í 10,2% fyrir rúmlega ári síðan. Til að setja arðsemi vátryggingastarfsemi félaganna í samhengi var raunarðsemi þeirra allra neikvæð á síðasta ári, en verðbólga stóð í 7,7% í lok síðasta árs. Þannig skilaði vátryggingastarfsemi Sjóvá 7,1% arðsemi, TM 6,3%, Vörður 5,3% og VÍS skilað neikvæðri arðsemi upp á 3,1%. Árið áður stóð verðbólgan í 9,6% í lok árs. Vörður var eina félagið sem skilaði jákvæðri raunarðsemi af vátryggingastarfsemi það ár með 11,3% arðsemi. Það ár skilaði vátryggingastarfsemi Sjóvá 7,1% arðsemi, VÍS 7% og TM 5,6%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.