Nuno Alexandre Bentim Servo og Bento Costa Guerreiro eru einhverjir stórtækustu veitingamenn bæjarins en þeir eru stærstu eigendur sex þekktra veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur. Umræddir veitingastaðir eru Apotek restaurant, Sushi Social, Tapas barinn, Fjallkonan, Sæta svínið og Tres locos.

Nuno Alexandre Bentim Servo og Bento Costa Guerreiro eru einhverjir stórtækustu veitingamenn bæjarins en þeir eru stærstu eigendur sex þekktra veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur. Umræddir veitingastaðir eru Apotek restaurant, Sushi Social, Tapas barinn, Fjallkonan, Sæta svínið og Tres locos.

Auk þess eru þeir tveir af stærstu eigendum barsins Tipsý sem opnaður var í Hafnarstræti 1-3 í maí sl. Raunar eru þeir með rekstur í allri húsalengjunni þar sem Fjallkonan og Sæta svínið eru einnig til húsa að Hafnarstræti 1-3. Þá eru þeir einnig meðal stærstu eigenda Djúsí Sushi, sem er systurveitingastaður Sushi Social, sem opnaði í Pósthús Mathöll fyrir rúmu ári síðan.

Samanlögð velta veitingstaðanna sex nam tæplega fjórum milljörðum króna á síðasta ári. Líkt og undanfarin ár var Apotek restaurant langtekjuhæsti veitingastaðurinn sem er í eigu þeirra félaga með hátt í 1,2 milljarða króna veltu. Næst kom Fjallkonan með 709 milljóna veltu, svo Sæta Svínið með 622 milljónir, Sushi Social velti 609 milljónum og Tapas barinn 539 milljónum.Tres locos rak lestina með 326 milljóna króna veltu en staðurinn, sem er sá nýjasti af umræddum stöðum, opnaði sumarið 2022 og var því aðeins starfandi á síðari hluta ársins.

Til samanburðar nam samanlögð velta veitingastaðanna tæplega 2,9 milljörðum króna árið 2021 en það ár var Tres locos ekki starfandi. Sé Tres locos ekki tekið með í heildarveltuna árið 2022 nam hún rúmlega 3,6 milljörðum. Velta staðanna fimm jókst því um 28% árið 2022 í samanburði við fyrra ár.

Aukin velta en minni hagnaður

Samanlagður hagnaður staðanna nam 115 milljónum króna og stóð krúnudjásnið Apotek restaurant þar af undir 91 milljón. Sushi Social hagnaðist um 22 milljónir, Tapas barinn um 11 milljónir, Sæta svínið 9 milljónir og Fjallkonan 4 milljónir. Tres locos var svo rekinn með 22 milljóna tapi sem ætti vart að koma á óvart í ljósi þess að staðurinn var á sínu fyrsta starfsári með tilheyrandi stofnkostnaði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.