Icelandic Lava Show, sem heldur úti lifandi hraunsýningu á Granda og í Vík í Mýrdal, velti 620 milljónum króna árið 2023 samanborið við 194 milljónir króna árið 2022. Icelandic Lava Show ehf. hagnaðist um 56 milljónir króna í fyrra samanborið við 23 milljóna tap árið áður.

Icelandic Lava Show, sem heldur úti lifandi hraunsýningu á Granda og í Vík í Mýrdal, velti 620 milljónum króna árið 2023 samanborið við 194 milljónir króna árið 2022. Icelandic Lava Show ehf. hagnaðist um 56 milljónir króna í fyrra samanborið við 23 milljóna tap árið áður.

Tekjuaukningu félagsins má að stærstum hluta rekja til þess að 2023 var fyrsta heila rekstrarár sýningarinnar úti á Granda sem opnaði í byrjun október 2022. Auk þess fjölgaði erlendum ferðamönnum verulega milli ára.

Á sýningum Lava Show eru aðstæður eldgoss endurskapaðar með því að bræða alvöru hraun upp í 1.100°C og hella því inn í sýningarsal fullan af fólki. Aðstandendur sýningarinnar hafa lýst því að hvergi annars staðar í heiminum sé hægt að komast í návígi við rauðglóandi hraun með öruggum hætti.

Rekstrargjöld námu 504 milljónum en þar af var laun og annar starfsmannakostnaður um 194 milljónir. Ársverk voru 16 í fyrra samanborið við 8,5 árið 2022.

Icelandic Lava Show opnaði á Granda haustið 2022.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Eignir félagsins voru bókfærðar á 481 milljónir króna árið 2023 og eigið fé var um 164 milljónir. Félagið fjárfesti í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir hátt í 400 milljónir árið 2022 sem gera má ráð fyrir að sé vegna sýningarinnar úti á Granda.

Stofnendur Lava Show eru hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir sem eru stærstu hluthafar félagsins með 40,4% hlut.

Félagið EBL Invest, í jafnri eigu Birgis Arnar Birgissonar og Ellerts Aðalsteinssonar, er næst stærsti hluthafinn með 40,0% hlut. Þá fer Promigo, í eigu Ragnars Þóris Guðgeirssonar.

Lykilfjárfestahópur Icelandic Lava Show: Ragnar Þórir Guðgeirsson, Hildur Árnadóttir, Birgir Örn Birgisson, Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson.
© Silla Páls (Silla Páls)