Verðbólga á evrusvæðinu féll úr 2,6% í 2,4% milli febrúar og mars. Í umfjöllun Financial Times segir að verðbólgumælingin ýti undir væntingar að Seðlabanki Evrópu hefji brátt vaxtalækkunarferli.

Verðbólga á evrusvæðinu féll úr 2,6% í 2,4% milli febrúar og mars. Í umfjöllun Financial Times segir að verðbólgumælingin ýti undir væntingar að Seðlabanki Evrópu hefji brátt vaxtalækkunarferli.

Verðbólgan mældist undir spám hagfræðinga. Þeir sem tóku þátt í könnun Bloomberg áttu von á að verðbólgan myndi hjaðna niður í 2,5% og hagfræðingar í könnun Wall Street Journal áttu von á að verðbólgan stæði óbreytt í 2,6%. Hjöðnun verðbólgunnar í mars má rekja til minni hækkana á matvöru- og vöruverði.

Undirliggjandi verðbólga, sem Seðlabanki Evrópu fylgist grannt með, dróst saman úr 3,1% í 2,9% milli mánaða.

Helsta áhyggjuefni seðlabankans kann að vera að árstaktur þjónustuliðar vísitölu neysluverðs hefur haldist við 4,0% í nokkra mánuði. Það gefi til kynna að tiltölulega miklar launahækkanir setji þrýsting á verðlag í þjónustugeirum.