Ársverðbólga á evrusvæðinu mældist 2,4% í nóvember og hjaðnaði um 0,5 prósentustig frá októbermánuði þegar hún var 2,9%. Verðbólga á evrusvæðinu hefur ekki verið minni frá því í júlí 2021.

Ársverðbólga á evrusvæðinu mældist 2,4% í nóvember og hjaðnaði um 0,5 prósentustig frá októbermánuði þegar hún var 2,9%. Verðbólga á evrusvæðinu hefur ekki verið minni frá því í júlí 2021.

Verðbólgumælingin var töluvert undir spám hagfræðinga í könnun Reuters sem gerðu að jafnaði ráð fyrir að verðbólgan yrði í kringum 2,7%.

Hjöðnun verðbólgunnar má að stærstum hluta rekja til lækkandi orkuverðs og hægari vexti á verðhækkunum matvælaverðs, að því er segir í frétt Financial Times.

Hjöðnun verðbólgu á evrusvæðinu hefur gert það að verkum að fjárfestar spá því að Seðlabanki Evrópu lækki stýrivexti fyrr en áður var gert ráð fyrir. Væntingar eru um að bankinn gæti lækkað vexti frá og með apríl næstkomandi.