Verðbólga í Þýskalandi mældist 7,9% í ágúst, en hún var 7,5% í júlí. Hún hefur ekki mælst jafn mikil í nærri hálfa öld. Þetta kemur fram í grein hjá Reuters, en sérfræðingar höfðu spáð 7,8% verðbólgu.

Talið er að Evrópski seðlabankinn muni taka stærri skref í vaxtahækkunum á næstu misserum, þrátt fyrir spár um dýpri samdrátt. Bankinn hækkaði stýrivexti um 50 punkta upp í 0,5% í júlí. Sérfræðingar telja að vextirnir verði hækkaðir um 75 punkta upp í 1,25% á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans í september.

Verðbólga á evrusvæðinu mældist 8,9% í júlí og spá hagfræðingar því að hún verði 9% í ágúst.