Japanska yenið veiktist á mörkuðum í nótt og stendur nú í 134,45 yenum gagnvart dalnum. Verðgildi yensins hefur ekki verið lægra síðan í japönsku bankakreppunni árið 2002 þegar dalurinn jafngildi 135,15 yenum. Financial Times greinir frá.

Fjárfestingabankinn Nomura spáir áframhaldandi lækkunum á verðgildi yensins og væntir þess að gengið muni standa í 132 yenum gagnvart dollaranum í þessum mánuði en fyrir hafði hann spáð genginu í 125 yenum gagnvart dollaranum.

Japanskir neytendur mega gera má ráð fyrir miklum verðhækkunum vegna lækkandi verðgildis yensins. Aftur á móti gæti veikt gengi komið sér vel fyrir innlenda framleiðslu og gæti skapað skammtímaörvun innan japanska hagkerfisins.