Sig­ríður Mogen­sen, sviðs­stjóri iðnaðar- og hug­verka­sviðs Sam­taka iðnaðarins og nýr for­maður ráð­gjafar­nefndar EFTA, segir í­þyngjandi reglu­verk og gull­húðun á­hyggju­efni á Ís­landi.

„Við verðum að standa betur með okkur sjálfum. Við erum ekki að standa mjög mikið með okkur sjálfum þegar við erum að setja kröfur á ís­lenskt at­vinnu­líf sem eru meiri en kröfur á at­vinnu­líf annars staðar. Það dregur úr verð­mæta­sköpun og það er allra tap og sóun fólgin í því. Það er enginn sem græðir á því að kröfur séu meira í­þyngjandi en lág­marks­kröfur gera ráð fyrir,“ segir Sig­ríður.

Sig­ríður segist al­mennt hafa á­hyggjur af stóru reglu­verki sem kemur hingað til lands frá ESB en inn­leiðing þess hefur breyst á síðustu árum.

„Við tökum hluta af mála­flokkum ESB inn í EES-samninginn en lög­gjöfin hefur breyst þannig að hún er núna lá­rétt og tekur á mörgum mála­flokkum. Það þarf því að taka oftar af­stöðu til þess hvað á heima inni í EES samningnum og hvað ekki,“ segir Sig­ríður.

„Við höfum á­hyggjur af á­kveðnum at­riðum í orku-, um­hverfis- og lofts­lag­spökkunum og iðnaðar­gerðunum frá Evrópu­sam­bandinu,“ segir Sig­ríður og nefnir CBAM (e. carbon bor­der adju­st­ment mechan­ism) sem dæmi sem snýr að kol­efnis­gjöldum á inn­flutning til Evrópu. Nú þegar eru há kol­efnis­gjöld í ETS-kerfinu en breytingin sex­tán­faldar kostnaðinn. Árið 2017 kostaði losun á hverju tonni af CO2 innan ETS-kerfisins 5 evrur en núna er verðið komið í 80 evrur.

Upp­leggið með CBAM er að jafna kol­efnis­gjöld yfir landa­mæri þannig allir standi jafnt á evrópskum markaði en gagn­rýnis­raddir segja að inn­leiðing þeirra skekki sam­keppnis­stöðuna enn frekar.

Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild sinni hér.

Boðaðar breytingar áhyggjuefni fyrir áliðnað

Í umsögn Samtaka iðnaðarins við uppfærðum forgangslista stjórnvalda um hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB er ítrekað fyrir stjórnvöldum að gagna ekki lengra í kröfum og íþyngjandi ákvæðum en þörf er á hverju sinni. Þar segir að boðaðar breytingar með CBAM (e. carbon bor­der adju­st­ment mechan­ism) séu verulegt áhyggjuefni i fyrir evrópskan, og þar með íslenskan áliðnað.  

„Að mati hagsmunaaðila virðist sem markmiðið um að koma í veg fyrir kolefnisleka hafi þar algjörlega mætt afgangi. Yfirlýst markmið CBAM er meðal annars að jafna samkeppnisstöðu evrópsks áliðnaðar gagnvart áliðnaði utan álfunnar, en miðað við fyrirliggjandi gögn og drög að regluverki stefnir þvert á móti í að samkeppnisstaðan skekkist enn frekar.”

Að mati SI getur þetta haft alvarlegar afleiðingar fyrir áliðnað í Evrópu sem á nú þegar undir högg að sækja, en á meginlandinu hefur álframleiðsla dregist saman um 50% frá árinu 2021.