Charli­e Mun­ger, vara­for­maður Berks­hire Hat­haway og við­skipta­jöfur, lést á sjúkra­húsi í Kali­forníu í gær­kvöldi 99 ára að aldri.

Mun­ger var hægri hönd War­ren Buf­fet í meira en sex ára­tugi en þar áður rak hann sinn eigin fjár­festinga­sjóð sem skilaði um 20% betri á­vöxtun en S&P 500 ár hvert.

Sam­kvæmt The Wall Street Journalverður Mun­ger vissu­lega minnst sem hægri hönd Buf­fets innan Berks­hire en það megi þó ekki gleymast að hann var sjálfur öflugur fjár­festir með ein­staka heim­sýn.

Charli­e Mun­ger, vara­for­maður Berks­hire Hat­haway og við­skipta­jöfur, lést á sjúkra­húsi í Kali­forníu í gær­kvöldi 99 ára að aldri.

Mun­ger var hægri hönd War­ren Buf­fet í meira en sex ára­tugi en þar áður rak hann sinn eigin fjár­festinga­sjóð sem skilaði um 20% betri á­vöxtun en S&P 500 ár hvert.

Sam­kvæmt The Wall Street Journalverður Mun­ger vissu­lega minnst sem hægri hönd Buf­fets innan Berks­hire en það megi þó ekki gleymast að hann var sjálfur öflugur fjár­festir með ein­staka heim­sýn.

Mun­ger var einnig fast­eigna­lög­maður, stjórnar­maður í Costco, arki­tekt og út­gefandi Daily Journal Corp. svo dæmi séu tekin. Buffet sannfærði Munger um að hætta lögmennsku og snúa sér alfarið að viðskiptum. Buffet sagði lögmennsku vera „afleitur bransi" og þakkaði Munger honum margoft fyrir það í gríni.

Á­hugi Mun­ger á verk­fræði og tækni er sögð stór á­stæða þess að Berks­hire Hat­haway hafi fjár­fest í tækni­geiranum en Buf­fet var lengi til að treysta tækni­fyrir­tækjum fyrir auð fé­lagsins.

Mun­ger stofnaði sinn eigin fjár­festinga­sjóð árið 1962 sem skilaði að meðal­tali 24,4% á­vöxtun ár­lega næstu sjö árin. S&P 500 vísi­talan skilaði 5,6% á­vöxtun ár­lega á sama tíma­bili.

Sjóðurinn var lagður niður árið 1975 skömmu eftir að Munger gekk til liðs við Berks­hire Hat­haway.

Á þeim fjór­tán árum sem Mun­ger var sjálf­stæður fjár­festir skilaði sjóðurinn 19,8% á­vöxtun ár­lega.

Sam­starf Buf­fet og Mun­ger var ein­stakt en fjár­festinga­stefna þess fyrr­nefnda miðaðist við að finna ágæt fyrir­tæki á ó­dýru verði á meðan Mun­ger vildi kaupa frá­bær fyrir­tæki á við­ráðan­legu verði.

Hefði aldrei náð sama árangri án visku Munger

Við­skipta­heimurinn vestan­hafs hefur verið að minnast Mun­ger í dag og hafa kveðjum rignt inn frá helstu forstjórum heimsins.

„Berks­hire hefði ekki verði byggt upp í nú­verandi mynda án inn­blásturs, visku og þátt­töku Charli­e Mun­ger,“ skrifaði Buf­fet í yfir­lýsingu í gærkvöldi.

James Qu­incey, for­stjóri Coca- Cola, segir að Mun­ger hafi verið ein­stakur og með við­skipta­hug­vit og inn­sýn sem gerði heiminn betri en Berks­hire hefur átt stóran hlut í Coca-Cola í marga ára­tugi.

Tim Cook for­stjóri App­le, sem Berks­hire á einnig stóran hlut í, birti sína kveðju á sam­fé­lags­miðlinum X sem má lesa hér að neðan.

Ste­ve Squ­eri, for­stjóri American Express, segir hug sinn hjá fjöl­skyldu Mun­ger og vini sínum War­ren Buf­fet á­samt öllum hjá Berks­hire Hat­haway, því ó­trú­lega fyrir­tæki, á þessari stundu.

Hægt er að lesa fleiri kveðjur til Munger á vef The Wall Street Journal.