Charlie Munger, varaformaður Berkshire Hathaway og viðskiptajöfur, lést á sjúkrahúsi í Kaliforníu í gærkvöldi 99 ára að aldri.
Munger var hægri hönd Warren Buffet í meira en sex áratugi en þar áður rak hann sinn eigin fjárfestingasjóð sem skilaði um 20% betri ávöxtun en S&P 500 ár hvert.
Samkvæmt The Wall Street Journalverður Munger vissulega minnst sem hægri hönd Buffets innan Berkshire en það megi þó ekki gleymast að hann var sjálfur öflugur fjárfestir með einstaka heimsýn.
Charlie Munger, varaformaður Berkshire Hathaway og viðskiptajöfur, lést á sjúkrahúsi í Kaliforníu í gærkvöldi 99 ára að aldri.
Munger var hægri hönd Warren Buffet í meira en sex áratugi en þar áður rak hann sinn eigin fjárfestingasjóð sem skilaði um 20% betri ávöxtun en S&P 500 ár hvert.
Samkvæmt The Wall Street Journalverður Munger vissulega minnst sem hægri hönd Buffets innan Berkshire en það megi þó ekki gleymast að hann var sjálfur öflugur fjárfestir með einstaka heimsýn.
Munger var einnig fasteignalögmaður, stjórnarmaður í Costco, arkitekt og útgefandi Daily Journal Corp. svo dæmi séu tekin. Buffet sannfærði Munger um að hætta lögmennsku og snúa sér alfarið að viðskiptum. Buffet sagði lögmennsku vera „afleitur bransi" og þakkaði Munger honum margoft fyrir það í gríni.
Áhugi Munger á verkfræði og tækni er sögð stór ástæða þess að Berkshire Hathaway hafi fjárfest í tæknigeiranum en Buffet var lengi til að treysta tæknifyrirtækjum fyrir auð félagsins.
Munger stofnaði sinn eigin fjárfestingasjóð árið 1962 sem skilaði að meðaltali 24,4% ávöxtun árlega næstu sjö árin. S&P 500 vísitalan skilaði 5,6% ávöxtun árlega á sama tímabili.
Sjóðurinn var lagður niður árið 1975 skömmu eftir að Munger gekk til liðs við Berkshire Hathaway.
Á þeim fjórtán árum sem Munger var sjálfstæður fjárfestir skilaði sjóðurinn 19,8% ávöxtun árlega.
Samstarf Buffet og Munger var einstakt en fjárfestingastefna þess fyrrnefnda miðaðist við að finna ágæt fyrirtæki á ódýru verði á meðan Munger vildi kaupa frábær fyrirtæki á viðráðanlegu verði.
Hefði aldrei náð sama árangri án visku Munger
Viðskiptaheimurinn vestanhafs hefur verið að minnast Munger í dag og hafa kveðjum rignt inn frá helstu forstjórum heimsins.
„Berkshire hefði ekki verði byggt upp í núverandi mynda án innblásturs, visku og þátttöku Charlie Munger,“ skrifaði Buffet í yfirlýsingu í gærkvöldi.
James Quincey, forstjóri Coca- Cola, segir að Munger hafi verið einstakur og með viðskiptahugvit og innsýn sem gerði heiminn betri en Berkshire hefur átt stóran hlut í Coca-Cola í marga áratugi.
Tim Cook forstjóri Apple, sem Berkshire á einnig stóran hlut í, birti sína kveðju á samfélagsmiðlinum X sem má lesa hér að neðan.
Steve Squeri, forstjóri American Express, segir hug sinn hjá fjölskyldu Munger og vini sínum Warren Buffet ásamt öllum hjá Berkshire Hathaway, því ótrúlega fyrirtæki, á þessari stundu.
Hægt er að lesa fleiri kveðjur til Munger á vef The Wall Street Journal.
A titan of business and keen observer of the world around him, Charlie Munger helped build an American institution, and through his wisdom and insights, inspired a generation of leaders. He will be sorely missed. Rest in peace Charlie. pic.twitter.com/vNGDktOAhz
— Tim Cook (@tim_cook) November 28, 2023