Fyrr á árinu lagði fjármálaráðherra fram frumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda með það að meginmarkmiði að efla erlenda fjárfestingu hér á landi, einkum í nýsköpun. Því er ætlað að einfalda regluverk þegar kemur að erlendri fjárfestingu með það fyrir augum að gera íslenskum fyrirtækjum auðveldara um vik að sækja fjármagn erlendis frá.

Í frumvarpinu segir að íslensk stjórnvöld séu meðvituð um mikilvægi þess að gera Ísland samkeppnishæft við önnur lönd um erlent fjármagn til þess að styðja við íslenskt atvinnulíf og þá einkum nýsköpunarfyrirtækin sem treysti á aðgang að lánsfé. Frumvarpið var að lokinni fyrstu umræðu á þingi sent til efnahags- og viðskiptanefndar.

Fyrr á árinu lagði fjármálaráðherra fram frumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda með það að meginmarkmiði að efla erlenda fjárfestingu hér á landi, einkum í nýsköpun. Því er ætlað að einfalda regluverk þegar kemur að erlendri fjárfestingu með það fyrir augum að gera íslenskum fyrirtækjum auðveldara um vik að sækja fjármagn erlendis frá.

Í frumvarpinu segir að íslensk stjórnvöld séu meðvituð um mikilvægi þess að gera Ísland samkeppnishæft við önnur lönd um erlent fjármagn til þess að styðja við íslenskt atvinnulíf og þá einkum nýsköpunarfyrirtækin sem treysti á aðgang að lánsfé. Frumvarpið var að lokinni fyrstu umræðu á þingi sent til efnahags- og viðskiptanefndar.

Lögmannsstofurnar Deloitte Legal, KPMG Law og BBA// Fjeldco skiluðu inn umsögnum um frumvarpið. Í umsögn Deloitte Legal er bent á að frumvarpið geri ráð fyrir nýju ákvæði sem mæli fyrir að draga úr skattskyldu á hagnað erlendra aðila af sölu íslenskra hlutabréfa, án þess þó að afnema hana að fullu. Lagt sé til að falla alfarið frá skattskyldu á erlenda lögaðila en einungis að draga úr skattskyldu á erlenda einstaklinga. Ekkert annað ríki Norðurlandanna leggi skatt á hagnað erlenda einstaklinga af sölu hlutabréfa. Því gjaldi Deloitte Legal varhug við því að Ísland, eitt ríki Norðurlandanna, haldi áfram að skattleggja hagnað erlenda einstaklinga af sölu hlutabréfa. Núverandi löggjöf standi í vegi fyrir erlendri fjárfestingu.

Viðskiptaráð skilaði einnig inn umsögn en í henni er m.a. lagt til að fallið verði frá bráðabirgða-ákvæði um að tíu ára takmörk vegna rekstrartaps gildi áfram um eftirstöðvar rekstrartaps sem lauk á árinu 2024 eða fyrr í tíu ár. Þetta feli í sér að sérreglur um nýtingu eftirstöðva rekstrartaps muni gilda allt til ársins 2033. Einfaldara og skilvirkara sé að engin tímamörk verði á nýtingu rekstrartaps og að bráðabirgðaákvæðið verði aðeins látið telja frá síðustu tíu tekjuárum fyrir tekjuárið 2025 svo aðeins verði heimilt að nýta eftirstöðvar rekstrartaps sem mynduðust á rekstrarári sem lauk á árinu 2015 eða síðar, þ.e. tíu árum fyrir gildistöku laganna.

Alls ekki ósvipuð gagnrýni á umrætt ákvæði kemur fram í umsögnum Deloitte Legal og KPMG Law.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.