Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,4% á milli mánaða í janúar. Sérbýli hækkaði þá um 0,1% og fjölbýli um 0,4%. Þetta kemur fram í greiningu Landsbankans en þar segir að raunverð íbúða sé nokkurn veginn það sama og fyrir einu ári.

Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði á milli ára síðustu fjóra mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021.

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,4% á milli mánaða í janúar. Sérbýli hækkaði þá um 0,1% og fjölbýli um 0,4%. Þetta kemur fram í greiningu Landsbankans en þar segir að raunverð íbúða sé nokkurn veginn það sama og fyrir einu ári.

Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði á milli ára síðustu fjóra mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021.

Árshækkun vísitölunnar hefur einnig aukist statt og stöðugt eftir að hafa náð lágmarki í 0,8% í júlí í fyrra en hún mældist 5,4% í janúar og var 4,5% í desember.

„Hún er enn þó nokkuð minni en verðbólgan, sem mældist 6,7% í desember, sem gefur til kynna að á síðustu 12 mánuðum hafi húsnæðið ekki verið eins afgerandi drifkraftur verðbólgunnar og áður, þótt það hafi aftur dregið vagninn allra síðustu mánuði,“ segir í greiningu.

Landsbankinn segir jafnframt að hamfarirnar í Grindavík geti haft áhrif á markaðinn, en enn eigi eftir að koma í ljós hversu mikil áhrifin verði og hvort ráðist verði í einhvers konar aðgerðir til þess að auka framboð af íbúðum.