Jerome Powell, seðla­banka­stjóri Banda­ríkjanna, sagði í gær­kvöldi að bankinn sjái fyrir sér að vextir verði lækkaðir um að minnsta kosti 0,75% á næsta ári.

Seðla­bankinn hefur haldið vöxtum ó­breyttum við síðustu þrjár vaxta­á­kvarðanir en greindi frá fyrirhugðum vaxtalækkunum í gær.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hefur þetta ekki stöðvað vogunar­sjóði í að halda á­fram að skort­selja sjóði sem veita brúar- og skamm­tíma­fjár­mögnun fyrir at­vinnu­hús­næði (e. Mort­ga­ge real-esta­te invest­ment trusts, mREITS).

Jerome Powell, seðla­banka­stjóri Banda­ríkjanna, sagði í gær­kvöldi að bankinn sjái fyrir sér að vextir verði lækkaðir um að minnsta kosti 0,75% á næsta ári.

Seðla­bankinn hefur haldið vöxtum ó­breyttum við síðustu þrjár vaxta­á­kvarðanir en greindi frá fyrirhugðum vaxtalækkunum í gær.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hefur þetta ekki stöðvað vogunar­sjóði í að halda á­fram að skort­selja sjóði sem veita brúar- og skamm­tíma­fjár­mögnun fyrir at­vinnu­hús­næði (e. Mort­ga­ge real-esta­te invest­ment trusts, mREITS).

Muddy Wa­ters, vogunar­sjóður Car­son Block, til­kynnti í síðustu viku skort­stöðu í Black­stone Mort­ga­ge Trust.

Viceroy Research, sem skort­seldi m.a. bréf í Samhälls­byggnads­bola­get, SBB, eitt stærsta leigu­fé­lag Sví­þjóðar þegar það kemur að at­vinnu­hús­næði, greindi frá skort­stöðu í Ar­bor Realty Trust um miðjan nóvember.

Sam­kvæmt WSJ hefur hvorugur vogunar­sjóðurinn greint frá stærð stöðu sinnar en um 20% hluta­bréfa Blacktone og 33% af bréfum Arbor eru á láni sem gefur til kynna hversu margir eru að skort­selja bréfin.

Svo­kallaðir mREIT-sjóðir hafa tapað um þriðjung af virði sínu frá því að seðla­bankinn byrjaði að hækka vexti í mars 2022.

Verð­bréf í Black­stone Mort­ga­ge Trust og Ar­bor Realty Trust hafa hins vegar hækkað síðast­liðinn mánuð þar sem fjár­festar telja vaxta­hækkunarfasa seðla­bankans lokið. Eftir til­kynningu um vaxta­lækkanir í gær hækkuðu bréf beggja um tæp­lega 4%.

Vogunar­sjóðirnir virðast þó vera veðja á að mREIT-sjóðir muni eiga erfitt upp­dráttar á næsta ári þar sem fjöl­mörg lán eru á gjald­daga um mitt næsta ár. Sjóðirnir þurfa því að endur­fjár­magna eignir sem hafa hrunið í verði.

Mun þetta verða Black­stone sér­stak­lega erfitt þar sem um 27% af lána­bókinni er í skrif­stofu­hús­næði sem hefur tapað 35% af virði sínu frá því að vaxta­hækkanir hófust.

Um 90% af lánum Ar­bor er í fjöl­býlum, sam­kvæmt Fitch Ratings, og þó að eftir­spurn eftir fjöl­býlum sé meiri hafa þau tapað um 30% af virði sínu.

Að mati vogunar­sjóðanna hefur lán­tak­endum tekist að verja sig frá háum vöxtum með ýmsum leiðum hingað til en að þeirra mati muni van­skil aukast til muna á næsta ári.