Bílaframleiðandinn Volkswagen ætlar í samstarfi við þrjá kínverska bílaframleiðendur að leggja um 15 milljarða evra í þróun rafbíla á kínverska markaðnum, sem er stærsti bílamarkaður heims, á árunum 2020-2024. Reuters greinir frá.

Stefnir þýski bílaframleiðandinn ásamt kínversku félögunum þremur, FAW Group, SAIC Motor og JAC, á að koma fimmtán mismunandi tegundum af raf- og tengiltvinnbílum á umræddu tímabili.

Mun undirbúningur að framleiðslu fyrstu bílanna hefjast í næsta mánuði í tveimur verksmiðjum Volkswagen í Kína.