Fast­eigna- og leigu­fé­lagið WeWork sagði í til­kynningu í gær að fé­lagið ætti í miklum erfið­leikum vegna tekju­taps og minnkandi eigin­fjár­hlut­falls.

WeWork var eitt sinn metið á 47 milljarða Banda­ríkja­dala og var talið eitt far­sælasta sprota­fyrir­tæki heims.

Fé­lagið, sem býður upp á skrif­stofu­setur og sam­eigin­leg vinnu­svæði, sagði í til­kynningunni að meiri fjar­vinna og efna­hags­ó­vissa væri meðal á­stæðna fyrir því fyrir­tækið sé að tapa peningum. WeWork skilaði tapi á fyrsta og öðrum árs­fjórðungi þessa árs.

Út­gjöld fyrir­tækisins hafa hækkað með hærri vöxtum á sama tíma og eftir­spurn eftir skrif­stofu­rými hefur minnkað.

Fast­eigna- og leigu­fé­lagið WeWork sagði í til­kynningu í gær að fé­lagið ætti í miklum erfið­leikum vegna tekju­taps og minnkandi eigin­fjár­hlut­falls.

WeWork var eitt sinn metið á 47 milljarða Banda­ríkja­dala og var talið eitt far­sælasta sprota­fyrir­tæki heims.

Fé­lagið, sem býður upp á skrif­stofu­setur og sam­eigin­leg vinnu­svæði, sagði í til­kynningunni að meiri fjar­vinna og efna­hags­ó­vissa væri meðal á­stæðna fyrir því fyrir­tækið sé að tapa peningum. WeWork skilaði tapi á fyrsta og öðrum árs­fjórðungi þessa árs.

Út­gjöld fyrir­tækisins hafa hækkað með hærri vöxtum á sama tíma og eftir­spurn eftir skrif­stofu­rými hefur minnkað.

Eftir mis­heppnaða til­raun til frumút­boðs fór WeWork á markað árið 2021 með krókaleiðum. Hluta­bréf fyrir­tækisins hafa lækkað um 95% síðan þá. Stendur gengi fé­lagsins í 0,21 Banda­ríkja­dal þegar þetta er skrifað.

Softbank björgun til einskis

Í til­kynningu gær­dagsins segir að búið sé að leggja fram á­ætlun um hvernig sé hægt að bjarga fyrir­tækinu frá greiðslu­stöðvun og til­vist fyrir­tækisins veltur al­gjör­lega á hvernig stjórn­endum tekst að fram­kvæma á­ætlunina á næstu tólf mánuðum.

WeWork hefur verið að reyna endur­fjár­magna sig í ár en í mars sam­þykkti fjár­festinga­sjóðurinn Soft­Bank, sem var meðal fyrstu fjár­festa í WeWork, að taka þátt í að endur­skipu­leggja skuldir fyrir­tækisins.

Tók Soft­Bank á sig 1,6 milljarða dala skuld í skiptum fyrir hluti í fyrir­tækinu. Var talið að þetta gæfi fyrir­tækinu and­rými til að fara í endur­skipu­lagningu.

Við­vörun fyrir­tækisins í gær sýnir hins vegar að svo var ekki og hrundi gengi fé­lagsins um 29% í við­skiptum fyrir lokuðum markaði í gær.