Hluta­bréf í bönkunum í Kauphöllinni hafa hækkað í morgun í yfir tveggja milljarða króna veltu.

Mesta velta hefur verið með bréf Arion Banka en yfir 1,2 milljarða króna við­skipti voru með bréf bankans fyrir há­degi.

Gengi Arion banka hefur hækkað um tæp 2% í dag en gengi bankans hefur hækkað tölu­vert síðustu vikur og farið úr 127 krónum í byrjun nóvember upp í 139,5 krónur.

Sömu sögu er að segja af gengi Kviku banka sem stefnir í að hækka tíunda við­skipta­daginn í röð eftir um hálfs milljarðs króna veltu fyrir há­degi. Gengi bankans hefur farið úr 13,5 krónum í byrjun nóvember yfir í 15,25 krónur.

Þá hefur hluta­bréfa­verð Ís­lands­banka hækkað um 2,4% það sem af er í degi í um 400 milljón króna veltu.

Gengi bankans hefur hækkað um tæp 6% síðast­liðinn mánuð og stendur gengið í 109 krónum þegar þetta er skrifað.