Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar, var tekjuhæstur á lista Tekjublaðsins yfir laun sveitarstjórnarfólks með ríflega 3,8 milljónir króna í mánaðarlaun. Gunnar var einnig á toppi listans á síðasta ári.
Nafni hans, Gunnar Valur Gíslason, situr í öðru sæti listans en hann er einmitt bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu sem Gunnar stýrði áður. Mánaðartekjur Gunnars Vals námu 3,1 milljón króna.
Núverandi bæjarstjóri og arftaki Gunnars í Garðabæ, Almar Guðmundsson, situr í 13. sæti listans með 2,4 milljónir króna á mánuði.
Birgir Gunnarsson, fyrrverandi bæjastjóri Ísafjarðarbæjar, situr svo í þriðja sæti listans með rétt rúmlega 3 milljónir króna í mánaðarlaun.
Tekjur tíu hæstu á mánuði:
- Gunnar Einarsson, fyrrv. bæjarstj. Garðabæ — 3,8 milljónir kr.
- Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltr. Garðabæ — 3,1 milljónir kr.
- Birgir Gunnarsson, fv. bæjarstj. Ísafjarðarbæjar — 3 milljónir kr.
- Halla Björk Reynisdóttir, fv. fors. bæjarstj. Akureyrar — 2,9 milljónir kr.
- Kristján Þór Magnússon, fv. sveitarstj. Norðurþings — 2,8 milljónir kr.
- Ármann Kristinn Ólafsson, fv. bæjarstj. Kópavogs — 2,6 milljónir kr.
- Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri — 2,6 milljónir kr.
- Bryndís Sigurðardóttir, fv. sveitarstj. Tálknafjarðarhr. — 2,6 milljónir kr.
- Magnús Örn Guðmundsson, fv. fors. bæjarstj. Seltjarnarness — 2,5 milljónir kr.
- Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar — 2,4 milljónir kr.
Hér fyrir neðan er listi yfir 30 launahæstu sveitarstjórnarmenn landsins samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.
Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki er blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði