Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri lyfjavísinda hjá Alvotech og fyrrverandi prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, er launahæst á lista yfir laun skólafólks. Meðallaunatekjur hennar á síðasta ári námu 4,9 milljónum króna á mánuði.

Í öðru sæti listans er Ingileif Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu og fyrrverandi prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Hún var með 3,6 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári.

Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, er í áttunda sæti listans, með tæplega 2,5 milljónir króna í mánaðartekjur.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er í nítjánda sæti með tæplega 1,9 milljónir króna í mánaðartekjur.

Þá er Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri í 31. sæti með tæplega 1,7 milljónir króna í mánaðartekjur.

Tekjur tíu hæstu á mánuði:

  1. Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, prófessor í lyfjafr. HÍ - 4,9 milljónir kr.
  2. Ingileif Jónsdóttir, fv. prófessor í ónæmisfræði HÍ - 3,6 milljónir kr.
  3. Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf - 2,9 milljónir kr.
  4. Tómas Þór Ágústsson, yfirlæknir sérnáms í lækningum - 2,6 milljónir kr.
  5. Kristín Huld Haraldsdóttir, lektor skurðlæknisfræði HÍ - 2,6 milljónir kr.
  6. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor HÍ - 2,5 milljónir kr.
  7. Bjarni Elvar Pétursson, próf. tannlæknad. HÍ - 2,5 milljónir kr.
  8. Ragnhildur Helgadóttir, Rektor HR - 2,5 milljónir kr.
  9. Eiríkur Elís Þorláksson, forseti lagadeildar HR - 2,4 milljónir kr.
  10. Gylfi Magnússon, dósent og forseti viðskfrd. HÍ - 2,2 milljónir kr.

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði