Hópbílafyrirtækin töpuðu flest miklum fjármunum í Covid-19.

Kynnisferðum var breytt í fyrra þannig að eitt móðurfélag er yfir allri starfseminni. Í samanburðinum eru aðeins Hópbifreiðar Kynnisferða ehf. og Almenningsvagnar Kynnisferða ehf. en seinna félagið sinnir m.a. akstri fyrir Strætó bs. Velta systurfélaganna tveggja var 3,2 milljarðar árið 2021. Tap var af rekstrinum upp á 15 m.kr. það ár en 46 m.kr. hagnaður árið á undan.

Hópbílar eru næststærsta hópferðafyrirtæki landsins með 2,3 milljarða í veltu árið 2021. Fyrir hefðbundinn akstur fyrir ferðamenn, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir þá er félagið, eins og Kynnisferðir, verktaki hjá Strætó bs. Velta árið 2021 var 2,3 milljarðar og nam tapið 148 m.kr. samanborið við 89 m.kr. tap árið áður.

Teitur Jónasson er þriðju stærstir með 973 m.kr. veltu. Teitur sker sig úr meðal fyrirtækjanna með ágætan hagnað bæði 2020 og 2021, 86 m.kr. fyrra árið og 166 m.kr. seinna árið.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði