Óðinn fjallaði um nýja ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær.

Auðvitað eigum við að gefa ríkisstjórninni tækifæri til að sanna sig. En er ástæða til bjartsýni í ljósi þess að þessir sömu flokkar hafa starfað saman í tæp sjö ár? Svona í ljósi þess að sama hvar okkur ber niður, allt er í steik.

Stjórnmálafræðingar Samfylkingarinnar hjá Ríkisútvarpinu sögðu hver á fætur öðrum að Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins ætti að vera forsætisráðherra af því hann væri ekki eins umdeildur og Bjarni Benediktsson.

En hvernig stendur Framsóknarflokkurinn annars í könnunum. Fylgi hans er hrunið. Um það fjallaði Óðinn líka og benti á ágætt inn legg Friðriks Sophussonar sem kom fram í Frjálsri verslun á dögunum.

Áskrifendur geta lesið pistilinn í heild sinni hér.

Fylgistapið, kjarnorkuváin og skuldir

Samkvæmt Gallup myndi Framsóknarflokkurinn myndi tapa 9 þingmönnum, fá 4 þingmenn en hefur í dag 13. Vinstri grænir myndu missa 5 þingsæti, eru með 8 en fengju nú 3 þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 16 þingmenn í síðustu kosningum en fengi 12 nú.

***

Frjáls Verslun kom út í mars og þar var viðamikil umfjöllun um einkavæðingu. Í viðtali við Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á árunum 1991-1998 rifjaði hann upp afar merkilega staðreynd um svokölluð barnalán sem ríkið tók á fyrri hluta níunda áratugarins.

Friðrik Sophusson er besti fjármálaráðherra sem Ísland hefur átt. Hann varð fjármálaráðherra árið 1991. Fjárlagahallinn minnkaði ár frá ári í hans tíð og ríkissjóður var loks hallalaust árið 1997, eftir að hafa verið rekinn með halla í 18 ár samfellt.
© BIG (VB MYND/BIG)

Þau lán voru í Sterlingspundum og jafngiltu samanlagt 23 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag, eða ríflega 1,7% landsframleiðslu sem samsvarar um 65 milljörðum króna fyrir árið 2022. Þetta voru svokölluð vaxtagreiðslulán, til 35 ára, sem báru 14,5% fasta vexti sem greiddir voru árlega, en höfuðstóllinn var allur greiddur í lokin. Ýmsum þótti sem verið væri að færa skuldirnar frá þeim sem stóðu fyrir þeim til næstu kynslóðar, sem sæti uppi með reikninginn, og var það ástæðan að baki viðurnefninu. Friðrik sagði í viðtalinu.

„Skoðanakannanir á þessum tíma leiddu í ljós að erlendar skuldir ríkisins voru orðnar stærsti ótti ungu kynslóðarinnar, sem fram að því hafði helst haft áhyggjur af kjarnorkuvánni“

Þessu ættu ráðherrar í hinni nýju ríkisstjórn að velta fyrir sér, í að minnsta kosti í augnablik, þegar þeir leita skýringa á því hvers vegna í ósköpunum þeir hafa tapað öllu þessu fylgi.

Er Friðrik, besti fjármálaráðherra sem Ísland hefur átt, kannski með einhvern hluta skýringarinnar?

Óðinn birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.