Náttúruverndarsamtökin Landvernd eru á undarlegri vegferð að mati hrafnanna. Vegferð hvers leiðarljós er djúpstæð fyrirlitning félagsmanna á eigin samtíma fremur en náttúruvernd.
Ágætt dæmi um þetta er viðtal við Auði Önnu Magnúsdóttir, formann Landverndar, í Ríkisútvarpinu á þriðjudag um losun og loftslagsbreytingar. Þar talaði formaðurinn um „sjúklega ásókn í auðlindir“ og sagði einu lausnina á loftlagsvandanum vera að „láta af sjúklegri orkuþörf“.
Landvernd telur sem sagt með öðrum orðum loftslagsmálin ekki snúast um að láta af nýtingu jarðefnaeldsneyta og framleiða orku án losunar heldur um afturhvarf í torfkofana og sjálfsþurftarbúskap 17. aldar. Hröfnunum þykir undarlegt að Ríkisútvarpið sé gjallarhorn fyrir slík jaðarsjónarmið.
Huginn & Muninn er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 7. júlí 2022.