Ívar Arndal, forstjóri ÁTVR, fer sem fyrr á kostum í ávarpi sínu í nýrri ársskýrslu ÁTVR.

Ívar Arndal, forstjóri ÁTVR, fer sem fyrr á kostum í ávarpi sínu í nýrri ársskýrslu ÁTVR.

Þar kemur fram að sala áfengis í lítrum dróst saman um 2% frá fyrra ári. Ívar segir hlutfall ÁTVR af greiddum áfengisgjöldum hér á landi hafa lækkað úr 73,7% árið 2019 í 68,2%. Hann kennir „ólöglegri netsölu áfengis“ um þessa þróun og ef ekkert verði gert sé líklegt að ÁTVR verði að skerða þjónustu sína verulega svo ekki komi til hallareksturs. Forstjórinn telur því útilokað að neyslan hafi í færst í auknu magni á öldurhús og matsölustaði.

En það sem verra er þá misskilur forstjórinn hlutverk ÁTVR. Samkvæmt lögum sem stofnun hans vinnur eftir ber henni að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum slíkrar neyslu. Það virðist þó vera ein mikilvægasta byggðastefna landsins að í hverjum bæ og sveit skuli vera rekin verslun ÁTVR. Það má því vera að þjónustuskerðingin, sem forstjórinn óttast, muni leiða til þess að stofnunin muni loks sinna lögbundinni skyldu sinni – að takmarka aðgengi að áfengi.

Huginn og Muninn er einn af ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 22. maí 2024.