Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra skipaði fyrir nokkru vinnuhóp sem á að gera tillögur að skilvirkari leyfisveitingum á sviði orku- og umhverfismála hér á landi.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra skipaði fyrir nokkru vinnuhóp sem á að gera tillögur að skilvirkari leyfisveitingum á sviði orku- og umhverfismála hér á landi.

Þetta er þarft framtak hjá ráðherranum enda hefur þunglamalegt leyfisveitingakerfi meðal annars leitt til orkuskorts sem ekki sér fyrir endann á. Vinnuhópur Guðlaugs hefur óskað eftir ábendingum um hvernig megi gera leyfisveitingakerfið skilvirkara.

Hrafnarnir eru með eina tillögu í þeim efnum. Eins og Týr, samverkamaður hrafnanna, sagði frá á dögunum þá hefur Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, fyrrverandi skipulagsstjóri Landverndar, skrifað greinar og boðað námskeiðahald á vegum Landverndar þar sem einstaklingum er kennt hvernig hægt er að misnota skipulagslögin til að tefja eða koma í veg fyrir framkvæmdir sem þeim er illa við.

Hrafnarnir telja það liggja beinast við að meðlimir vinnuhópsins sitji slíkt námskeið og skili svo tillögum hvernig megi berja í brestina á löggjöfinni og afstýra þannig áframhaldandi orkuskorti.

Huginn og Muninn er einn föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi grein birtist í blaðinu sem kom út 5. júní 2024.