Um helgina sendu aðstandendur Fiskidagsins mikla frá sér tilkynningu um að ekki yrði framar efnt til hátíðarinnar. Þeir báru fyrir sig breytta samfélagsmynd. Þannig var haft eftir Júlíusi Júlíussyni, framkvæmdastjóra Fiskidagsins, í frétt Ríkisútvarpsins að aukin harka í samfélaginu og almennur vopnaburður fólks geri að verkum að ekki sé réttlætanlegt að standa fyrir jafn stórum hátíðum í litlum bæjarfélögum úti á landi.

Tý þykir þetta dáldið merkilegt. Er það virkilega svo að vopnaburður almennings sé slíkur að óábyrgt sé með öllu að standa fyrir mannfagnaði í hinum dreifðari byggðum?

Um helgina sendu aðstandendur Fiskidagsins mikla frá sér tilkynningu um að ekki yrði framar efnt til hátíðarinnar. Þeir báru fyrir sig breytta samfélagsmynd. Þannig var haft eftir Júlíusi Júlíussyni, framkvæmdastjóra Fiskidagsins, í frétt Ríkisútvarpsins að aukin harka í samfélaginu og almennur vopnaburður fólks geri að verkum að ekki sé réttlætanlegt að standa fyrir jafn stórum hátíðum í litlum bæjarfélögum úti á landi.

Tý þykir þetta dáldið merkilegt. Er það virkilega svo að vopnaburður almennings sé slíkur að óábyrgt sé með öllu að standa fyrir mannfagnaði í hinum dreifðari byggðum?

Þeir báru fyrir sig breytta samfélagsmynd. Þannig var haft eftir Júlíusi Júlíussyni, framkvæmdastjóra Fiskidagsins, í frétt Ríkisútvarpsins að aukin harka í samfélaginu og almennur vopnaburður fólks geri að verkum að ekki sé réttlætanlegt að standa fyrir jafn stórum hátíðum í litlum bæjarfélögum úti á landi.

Tý þykir þetta dáldið merkilegt. Er það virkilega svo að vopnaburður almennings sé slíkur að óábyrgt sé með öllu að standa fyrir mannfagnaði í hinum dreifðari byggðum?

En Fiskidagsmenn eru þekktir fyrir að stíga varlega til jarðar. Þannig er Tý minnisstætt þegar þeir fögnuðu afléttingu allra sóttvarnaaðgerða á útmánuðum 2022 með því að lýsa yfir að Fiskidagurinn færi ekki fram það árið vegna sóttvarnahættunnar.

Vafalaust hefur ákvörðunin með fleira að gera en almennan vopnaburð. Kostnaður og tímafrekt sjálfboðastarf skiptir væntanlega mestu um.

Í ljósi þessa furðar Týr sig á því að hvorki Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra rafrænna skilríkja og Íslenska dansflokksins, né Ásmundur Daði Einarsson barnamálaráðherra hafa stigið fram og heitið að bjarga hátíðinni með því að hafa hana framvegis á fjárlögum. Það er á skjön við framgöngu ráðherranna tveggja í öðrum málaflokkum.

Annars þakkar Týr aðstandendum Fiskidagsins fyrir mikið og óeigingjarnt starf gegnum tíðina sem hefur glatt landsmenn með einum eða öðrum hætti. Þá vill Tý benda á að breytingum fylgja tækifæri. Nú hefur komið fram að söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem hefur verið einn af hvatamönnum Fiskidagsins, er fluttur í Borgarnes. Hver veit nema Stóri malbikunardagurinn muni líta dagsins ljós með dyggum stuðningi verktakafyrirtækisins Borgarverks sem er eins og allir vita einn af máttarstólpum byggðarlagsins.

Týr er einn af föstum ritstjórnarpistlum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist í blaðinu sem kom út 8. nóvember 2023.