Samningar hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) við einkafyrirtæki eru stundum umdeildir og geta í ákveðnum tilvikum orðið að pólitísku bitbeini. Deilur virðast þó helst magnast þegar gerðir eru samningar um heilbrigðis- og félagsþjónustu við einkaaðila. Áhugavert er að skoða hverju það sætir.

Samningar hins opinbera við einkaaðila nema hundruðum milljarða árlega

Árlega kaupir hið opinbera, þ.e. ríki og sveitarfélög og fyrirtæki á þeirra vegum, vörur, þjónustu og verkframkvæmdir fyrir hundruði milljarða af einkaaðilum. Samkvæmt upplýsingum Evrópusambandsins nema opinber innkaup aðildarríkja að jafnaði um 14% af vergri landsframleiðslu og má búast við að tölur hér á landi séu sambærilegar.

Hið opinbera leitar tilboða verkfræðinga til að hanna vegi og brýr, verktaka til að byggja mannvirki, hugbúnaðarfyrirtækja til að veita upplýsingatækniþjónustu og svo framvegis. Allt þykir þetta eðlilegt og til þess fallið að spara fé í opinberum rekstri.

Togstreita um opinbera samninga um heilbrigðis- og félagsþjónustu

Togstreita getur skapast þegar hið opinbera hyggst kaupa heilbrigðis- eða félagsþjónustu af einkaaðilum. Því er gjarnan haldið fram fram að slíkir samningar valdi því að efnafólk fái frekar þjónustu en þeir sem hafa minna á milli handanna.

Aðrir eru á öndverðum meiði og benda á að efnafólk hafi tök á að kaupa heilbrigðisþjónustu erlendis framhjá sjúkratryggingakerfinu á meðan hinir efnaminni eru á biðlista og þurfa jafnvel að bíða jafnvel árum saman. Það sé því andstætt hagsmunum hinna efnaminni að hafna samningum við einkaaðila.

Samningar um kaup á heilbrigðisþjónustu af einkaaðilum geta verið í þágu allra. Einföld leið til að stytta eða koma í veg fyrir biðlista í heilbrigðisþjónustu er að bjóða út læknisaðgerðir, t.d. 500 liðskiptiaðgerðir. Ef samningur er yfir viðmiðunarfjárhæðum um útboðsskyldu hlýtur ávallt að fara fram samkeppni um þjónustuna. Þar sem hið opinbera semur um aðgerðirnar greiðir einstaklingurinn hið sama fyrir þjónustuna og hann hefði gert á opinberri sjúkrastofnun. Þótt einkaaðili sjái um að veita þjónustuna er hún áfram veitt á vegum hins opinbera.

Samningar hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) við einkafyrirtæki eru stundum umdeildir og geta í ákveðnum tilvikum orðið að pólitísku bitbeini. Deilur virðast þó helst magnast þegar gerðir eru samningar um heilbrigðis- og félagsþjónustu við einkaaðila. Áhugavert er að skoða hverju það sætir.

Samningar hins opinbera við einkaaðila nema hundruðum milljarða árlega

Árlega kaupir hið opinbera, þ.e. ríki og sveitarfélög og fyrirtæki á þeirra vegum, vörur, þjónustu og verkframkvæmdir fyrir hundruði milljarða af einkaaðilum. Samkvæmt upplýsingum Evrópusambandsins nema opinber innkaup aðildarríkja að jafnaði um 14% af vergri landsframleiðslu og má búast við að tölur hér á landi séu sambærilegar.

Hið opinbera leitar tilboða verkfræðinga til að hanna vegi og brýr, verktaka til að byggja mannvirki, hugbúnaðarfyrirtækja til að veita upplýsingatækniþjónustu og svo framvegis. Allt þykir þetta eðlilegt og til þess fallið að spara fé í opinberum rekstri.

Togstreita um opinbera samninga um heilbrigðis- og félagsþjónustu

Togstreita getur skapast þegar hið opinbera hyggst kaupa heilbrigðis- eða félagsþjónustu af einkaaðilum. Því er gjarnan haldið fram fram að slíkir samningar valdi því að efnafólk fái frekar þjónustu en þeir sem hafa minna á milli handanna.

Aðrir eru á öndverðum meiði og benda á að efnafólk hafi tök á að kaupa heilbrigðisþjónustu erlendis framhjá sjúkratryggingakerfinu á meðan hinir efnaminni eru á biðlista og þurfa jafnvel að bíða jafnvel árum saman. Það sé því andstætt hagsmunum hinna efnaminni að hafna samningum við einkaaðila.

Samningar um kaup á heilbrigðisþjónustu af einkaaðilum geta verið í þágu allra. Einföld leið til að stytta eða koma í veg fyrir biðlista í heilbrigðisþjónustu er að bjóða út læknisaðgerðir, t.d. 500 liðskiptiaðgerðir. Ef samningur er yfir viðmiðunarfjárhæðum um útboðsskyldu hlýtur ávallt að fara fram samkeppni um þjónustuna. Þar sem hið opinbera semur um aðgerðirnar greiðir einstaklingurinn hið sama fyrir þjónustuna og hann hefði gert á opinberri sjúkrastofnun. Þótt einkaaðili sjái um að veita þjónustuna er hún áfram veitt á vegum hins opinbera.

Takmörkuð reynsla af útboðum á heilbrigðis- og félagsþjónustu

Þótt margvíslegar ástæður geti búið að baki því að samningar hins opinbera við einkaaðila um heilbrigðis- og félagsþjónustu valdi fremur deilum en aðrir samningar kann að vera að takmörkuð reynsla okkar af því að bjóða út slíka þjónustu hafi hér þýðingu. Hérlendis hafa lög um opinber innkaup gilt í áratugi um innkaup á vörum, þjónustu og verkframkvæmdum. Við erum vön útboðum á vegagerð, snjómokstri og hreingerningum svo dæmi séu tekin.

Lögin hafa aftur á móti ekki fyrr en nýlega, þ.e. frá árinu 2016, gilt um útboð á heilbrigðis- og félagsþjónustu í kjölfar breytinga sem voru gerðar á Evróputilskipunum í þá veru. Fyrir þann tíma gat hið opinbera nánast valið samningsaðila til að veita þjónustuna án nokkurrar samkeppni. Við slíkar aðstæður komu því oft upp siðferðileg álitamál og grunur um að vina-, ættar- eða stjórnmálatengsl lægju að baki.

Hvað er til ráða?

Ákveði hið opinbera að leita til einkaaðila um að veita opinbera heilbrigðis- eða félagsþjónustu má kveða niður gagnrýnisraddir með því að bjóða þjónustuna út með raunverulegri samkeppni þar sem allir skilmálar eru skýrir. Þess ber þó að geta að stjórnvöld hafa þann kost að velja fremur óhagnaðardrifin fyrirtæki. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í máli E-4/22 (Stendi AS og Norlandia Care Norge AS gegn sveitarfélaginu Osló) að heimilt væri að einskorða útboð við fyrirtæki sem greiða sér ekki arð og endurfjárfesta hagnað í þágu markmiða þjónustunnar (n. Ideelle organisasjoner).

Stjórnvöld geta þannig forgangsraðað samningum við óhagnaðardrifin fyrirtæki með sérstökum útboðum fyrir þau og haldið síðan önnur útboð fyrir hagnaðardrifin fyrirtæki ef á þarf að halda. Til að draga úr tortryggni almennings er lykilatriði að tryggja samkeppni, gagnsæi og jafnræði við gerð slíkra samninga.

Höfundur er lögmaður og eigandi á lögfræðistofunni Lagastoð og kennir lög um opinber innkaup í Endurmenntun HÍ.