Hrafnarnir geta vart hamið sig af spenningi fyrir fyrstu málstofu framtíðarnefndar Alþingis. Hún fer fram á morgun og er umfjöllunarefnið þróun og framtíð gervigreindar. Frumleg og fersk efnistök þar á ferð.

Eins og lesendur Viðskiptablaðsins vita þá hafa hrafnarnir fylgst náið með störfum framtíðarnefndar Alþingis. Þau líkjast frekar því sem þekkist í rekstri ferðaskrifstofa fremur en málefnastarfs. Á fyrsta fundi nefndarinnar á síðasta starfsári var ákveðið að senda fulltrúa nefndarinnar ásamt nefndarritara til Finnlands að rabba um framtíðina.

Hrafnarnir geta vart hamið sig af spenningi fyrir fyrstu málstofu framtíðarnefndar Alþingis. Hún fer fram á morgun og er umfjöllunarefnið þróun og framtíð gervigreindar. Frumleg og fersk efnistök þar á ferð.

Eins og lesendur Viðskiptablaðsins vita þá hafa hrafnarnir fylgst náið með störfum framtíðarnefndar Alþingis. Þau líkjast frekar því sem þekkist í rekstri ferðaskrifstofa fremur en málefnastarfs. Á fyrsta fundi nefndarinnar á síðasta starfsári var ákveðið að senda fulltrúa nefndarinnar ásamt nefndarritara til Finnlands að rabba um framtíðina.

Gervigreindin er komin til að vera

En það getur verið hvimleitt að ferðast alltaf til sömu staðanna. Þannig fóru fjórir nefndarmenn alla leið til Úrúgvæ síðasta september þar sem tekið var þátt í heimsþingi framtíðarnefnda þjóðþinga. Af frásögnum af þessum ferðum má sjá að niðurstaða nefndarmanna er afdráttarlaus: Gervigreindin er komin til að vera!

Fundargerðum hefur verið skilað og af þeim má sjá að nefndarmenn röbbuðu heil ósköp um framtíðina á þessu þingi og á því síðasta við fullt af framtíðarfræðingum. Því á að efna til málstofu – þeirrar fyrstu.

Gervigreindin á Uppsölum

Gísli í SimCity 2
Gísli í SimCity 2

Auglýsingin með málstofunni bendir jafnframt til þess að töluverður tími nefndarmanna hafi farið í að spila leikinn SimCity: Cities of Tomorrow. Að minnsta kosti lítur kynningarmyndin út eins og hún hafi verið tekin úr þeim ágæta leik og ungri konu í lopapeysu í sauðalitunum bætt við.

Augljóst er að gervigreindin kom við sögu við myndvinnsluna. Hrafnarnir ákváðu að gera slíkt hið sama og fyrirskipuðu henni að bregða upp mynd af Uppsölum í Selárdal eftir tíu ár. Niðurstaðan er sláandi.

En allt þetta sannfærir hrafnanna að eina ályktunin sem draga má að umræðum um gervigreind og framtíðina er sú að fjöldi manns er að falla á Turing-prófinu.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins.