„Ég var ungur og ég þarfnaðist peninganna.“ „Ég fór að selja til að fjármagna neysluna.“

„Ég var ungur og ég þarfnaðist peninganna.“ „Ég fór að selja til að fjármagna neysluna.“

Þessar tvær setningar komu upp  í huga Týs er hann fylgdist með viðbrögðum Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins við afgerandi úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um ólögmæti dagsekta á Brim.

En tvíeykið ætlar að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Týr furðar sig á því að enginn spyrji hvað það sé sem þurfi að kortleggja? Hvað er svona óskýrt? Hvað er óljóst í augum tvíeykisins við rekstur fyrirtækja í einum af grundvallaratvinnuvegum þjóðarinnar? Atvinnuvegi sem starfar eftir regluverki og mun meira eftirlit en gengur og gerist.

***

Enda var upplýsingaöflunin sem Samkeppniseftirlitnu var gert hornreka að stærstum hluta ósk eftir upplýsingum sem eru öllum aðgengilegar í fyrirtækjaskrá, ársreikningaskrá og hjá Skattinum. Að vísu er leitað eftir upplýsingum um beitingu atkvæðaréttar á hluthafafundum hlutaðeigandi fyrirtækja.

Samt sem áður steig matvælaráðherra fram í síðustu viku sagði nauðsynlegt að fá þessar upplýsingar meðal annars til að smíða gagnvirka gagnagrunna. Sem sagt aðra ríkisrekna gagnagrunna til hliðs við ríkisrekinna gagnagrunna sem innihalda sömu upplýsingar.

***

Matvælaráðherra hóf atlögu sína gagnvart sjávarútveginum með því að panta könnun sem átti að sýna að spilling í sjávarútvegi væri áhyggjuefni. Könnunin var gölluð og sýndi einungis að þeir sem lítið þekkja til og eru áhugalausir um sjávarútveg telja að spilling geti þrifist innan hans.

En það skiptir ekki máli þegar markmiðin eru annarleg. Týr telur einsýnt að matvælaráðherra og forstjóri fjármálaeftirlitsins fiski í tæru vatni í vegferð sinni en augljóst er að blindur leiðir haltann í þessari veiðiferð.

Týr er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins.