Í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag er umfjöllun um innflytjendur í Danmörku. Í umfjölluninni er birt glæpavísitala dönsku hagstofunnar.
Vísitalan er byggð þannig að meðaltalsíbúinn í landinu er með 100 stig. Síðan eru skoðaðir fjórir hópar íbúa.
Danir að uppruna, innflytjendur frá Vesturlöndum, innflytjendur frá löndum þar sem stærstur hluti íbúa eru múslimar eða svokölluðum MENAPT löndum (uppruni í Mið-Austurlöndum og Norður Afríku auk Pakistan og Tyrklands) og innflytjendum frá 166 öðrum löndum sem öll eru utan Vesturlandanna.
Í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag er umfjöllun um innflytjendur í Danmörku. Í umfjölluninni er birt glæpavísitala dönsku hagstofunnar.
Vísitalan er byggð þannig að meðaltalsíbúinn í landinu er með 100 stig. Síðan eru skoðaðir fjórir hópar íbúa.
Danir að uppruna, innflytjendur frá Vesturlöndum, innflytjendur frá löndum þar sem stærstur hluti íbúa eru múslimar eða svokölluðum MENAPT löndum (uppruni í Mið-Austurlöndum og Norður Afríku auk Pakistan og Tyrklands) og innflytjendum frá 166 öðrum löndum sem öll eru utan Vesturlandanna.
Þar kemur fram mikill munur er glæpatíðni milli hópanna fjögurra. Vestrænir innflytjendur eru lægstir með 68 stig og því töluvert undir meðaltalinu. Innflytjendur frá múslimalöndunum (MENAPT) eru með 249 stig og eru því 3,66 líklegri til að fremja glæpi en vestrænir.
Einnig vekur athygli að afkomendur allra hópa innflytjenda brjóta mun meira af sér en forverar þeirra. Afkomendur MENAPT landanna brjóta 41% meira af sér en innflytjendur frá sömu löndum.
Þeir sem eru ólíklegastir til að fremja glæpi eru innflytjendur frá Indlandi og Kína. Líklegastir til að fremja afbrot eru innflytjendur frá Líbanon en stærstur hluti þeirra eru Palestínumenn.
Nánar verður fjallað um einstök lönd í Viðskiptablaðinu í næstu viku en umfjöllunin byggir á gögnum dönsku hagstofunnar og danska fjármálaráðuneytisins.
Pistill Óðins birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta lesið pistilinn í fullri lengd hér.