Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sneri aftur til leiks á Alþingi eftir fæðingarorlof í vikunni.Athygli vakti að Kristrún kvartaði sáran yfir því að enginn væri á þingi til þess að ræða við hana um að auka skattheimtu og ríkisútgjöld vegna verðbólgunnar. Hrafnarnir sjá ekki að árangur náist í baráttunni við verðbólguna með því að aðrir þingmenn spjalli í pontu um aukin ríkisútgjöld.

En þeir furða sig jafnframt á að Kristrún skuli ekki hafa áttað sig á að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi verið önnum kafnir í þessari viku vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Lesa má þennan í heild sinni í Viðskiptablaðinu sem kom út 11. maí.