Áður en Katrín Jakobsdóttir lét af embætti forsætisráðherra náði hún að fá í gegn hugarfóstur sitt um útgáfu bókar sem aðgengileg verður öllum landsmönnum án endurgjalds.

Áður en Katrín Jakobsdóttir lét af embætti forsætisráðherra náði hún að fá í gegn hugarfóstur sitt um útgáfu bókar sem aðgengileg verður öllum landsmönnum án endurgjalds.

Þannig var greint frá því á fyrsta degi ársins að ráðuneyti hennar ætlaði í samvinnu við Forlagið að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær sem inniheldur þjóðhátíðarljóð og greinar um fjallkonuna. Tilefnið er áttatíu ára afmæli lýðveldisins.

Bókin var send í prentun meðan Katrín var enn forsætisráðherra en forsetaframboð hennar leiddi svo aftur á móti til þess að farga þurfti þrjátíu þúsund eintökum af bókinni, þar sem inngangsorð hennar voru rituð af Katrínu sem forsætisráðherra. Núverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fær því það skemmtilega verkefni að skrifa nýjan formála.

Í frétt Vísis um málið segir að kostnaðaráætlun bókaútgáfunnar nemi um 30 -milljónum króna. Má segja að þetta sé lýsandi dæmi um þau lausatök í ríkisrekstrinum sem ríkt hafa í tíð núverandi ríkisstjórnar.

Hugur hrafnanna er þó fyrst og fremst hjá sjálfbærnideild forsætisráðuneytisins, sem mun þurfa að hafa sig alla við að kolefnisjafna þetta klúður.

Huginn og Muninn er einn af föstu skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.