Blaðamennskan og störf blaðamanna hafa verið til umræðu að undanförnu. Tilefnið er ekki „vitundarherferð“ Blaðamannafélagsins um mikilvægi blaðamennskunnar í nútímasamfélagi.

Ástæðan fyrir því að störf blaðamanna hafa verið í deiglunni er framganga Stefáns Einars Stefánssonar þáttastjórnanda Spursmála sem er sýndur á vefsvæði Morgunblaðsins annars vegar og fréttaskýringar Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttir sem sýnd var í Kastljósi í þar síðustu viku.

***

Eins og fjallað var um í síðasta fjölmiðlapistli ákvað Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks – öndvegisseturs rannsóknarblaðamanna ríkismiðilsins – á síðustu stundu að hætta við að birta fréttaskýringu áðurnefndrar Maríu í þættinum á dögunum. Eins og fram kom í fréttum á Vísi mun skýringin vera að Ingólfur Bjarni hafi ekki talið umfjöllun Maríu uppfylla gæðakröfur Kveiks og var Maríu í kjölfarið vikið úr ritstjórn þáttarins.

Það er sérstakt. Ekki síst vegna þess að gæðin á fréttaskýringum Kveiks gegnum tíðina hafa oftar en ekki verið lítil. Að lokum neyddist Ríkisútvarpið til þess að sýna fréttaskýringu Maríu í Kastljósi í síðustu viku.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði