Skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson lét sér fátt óviðkomandi í vikulegri teikningu sinni, Neðanmáls, á árinu sem er að líða. Hér eru sæti 6 til 10 yfir þær teikningar hans sem mesta athygli fengu á árinu sem er að líða.

6. Opið vinnurými

Opin vinnurými og þær áskoranir sem þeim fylgja í grunnskólum landsins.

7. Bætur til Benedikts Sveinssonar

Fjárfesting Benedikts Sveinssonar í Íslandsbanka var hér til umfjöllunar í teikningu Halldórs.

8. Kostir og gallar fjarvinnu

Vandamál sem fylgja fjarvinnu voru viðfangsefni Halldórs þessa vikuna.

9. Verbólgudraugurinn missir hausinn

Verðbólgudraugurinn hefur verið svo tíður gestur í ráðherrabústaðnum að hausinn hans fannst þar fyrir nokkrum dögum.

10. Ríkasta eina prósentið

Hér tók Halldór fyrir áhuga fólks á tekjublöðum.