Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu pistla Týs fyrir árið 2023. Hér eru fimm mest lesnu pistlar ársins.

1. Varasamur „tossalisti“

Skipuleggjendur kvennaverkfallsins hótuðu því að birta „tossalista“ yfir þá atvinnurekendur sem „hömluðu þátttöku kvenna og kvára í kvennaverkfallinu“.

2. Blekkingar Sólveigar

Kostnaður sem félagsmenn Eflingar greiddu fyrir krossför Sólveigar Önnu Jónsdóttur óx á árinu með hverjum degi.

3. Ótímabær fögnuður

Það mun verða Kristrúnu áskorun að halda bjarma sínum fram til næstu kosninga.

4. Leiðtogi freka karlsins

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem í gegnum tíðina hefur grátið krókódílatárum fyrir láglaunakonur, ákvað að taka sér stöðu með hálaunakörlum.

5. Vill að launþegar sniðgangi meginstraumsmiðla

Ragnar Þór sagði Ísland vera þjófríki og Seðlabankann og stjórnvöld stóðu að þjófnaði aldarinnar.