Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu pistla Týs frá árinu 2023. Hér eru nokkrir af mest lesnu pistlum ársins.
1. Olsen á Saga Class – fyrir alþýðuna
Bjarkey Olsen þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar vildi skoða sérstakan skatt á banka sem að hennar sögn eru að skila „myljandi“ hagnaði.
2. Ljótur leikur Eflingar
Sólveig Anna hélt fast í handrit Karls Marx og talaði um íslenska atvinnurekendur sem kúgara og arðræningja sem fyrirlíta láglaunakonur.
3. „Ég var í fyrra í 120 daga í útlöndum“
Týr skilur ekki hvers vegna utanríkisráðherra eyddi 120 dögum í útlöndum árið 2022.
4. Meira fjör! Úr öskunni í eldinn
Eins og á böllunum í félagsheimilunum forðum tók Kristrún upp harmónikkuna og sló í, kallaði hátt og snjallt: Meira fjör!
Útgangur/Að ganga plankann
Týr fylgdist á árinu með spennandi norrænni þáttaröð í sjónvarpinu sem fjölluðu um ungt og fallegt fólk á framabraut.