Uppi varð fótur og fit á Alþingi á mánudag. Það átti að ræða frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka en fjármálaráðherra var hvergi sjáanlegur enda á erlendri grund.

Uppi varð fótur og fit á Alþingi á mánudag. Það átti að ræða frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka en fjármálaráðherra var hvergi sjáanlegur enda á erlendri grund.

Þetta fór fyrir brjóstið á Loga Einarssyni þingmanni Samfylkingarinnar og fleiri en hrafnarnir hafa fullan skilning á fjarveru Sigurðar Inga. Þeir myndu einnig halda sig fjarri ef þeir hefðu lagt fram þetta frumvarp en það virðist hreinlega hannað til þess að rýra hlut ríkisins í fyrirhuguðu útboði. Í stað þess að ráðast í hefðbundið almennt hlutabréfaútboð eins og tíðkast í þróuðum markaðshagkerfum heimsins ætlar ríkisstjórnin að selja hlutinn með allt öðrum hætti sem verður án efa til þess að draga úr eftirspurn eftir bréfunum.

Ekki er hægt að segja að ytri aðstæður vinni með svo sérstakri sölu ef frumvarpið verður að lögum. Sú staðreynd að Íslandshótel hættu við útboð og skráningu á dögunum vegna lítils áhuga fjárfesta og tæplega 600 milljóna króna sektargreiðsla Íslandsbanka vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti gera vafalaust lítið til að magna upp stemningufyrir sölunni.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi grein birtist í blaðinu sem kom út 5. júní 2024.