Eins og aðrir í íslensku atvinnulífi hugsa Hrafnarnir vart um annað en sjálfbærnimál. Því gleður það hrafnana að sjá að Ríkisútvarpið hefur tekið sjálfbærnistefnu sína upp á næsta stig með því að nýta í ríkum mæli eigið starfsfólk sem álitsgjafa um hin ýmsu málefni líðandi stunda.

Eins og aðrir í íslensku atvinnulífi hugsa Hrafnarnir vart um annað en sjálfbærnimál. Því gleður það hrafnana að sjá að Ríkisútvarpið hefur tekið sjálfbærnistefnu sína upp á næsta stig með því að nýta í ríkum mæli eigið starfsfólk sem álitsgjafa um hin ýmsu málefni líðandi stunda.

Fréttamenn RÚV hafa löngum sett á sig ýmsa spekingshatta og heyrir til undantekningar ef fréttamaður ríkismiðilsins er ekki kallaður til sem ráðgjafi í setti í kvöldfréttum. Loks kom þó að því að fleira starfsfólk fái að stíga inn í spekingshlutverkið en í síðustu viku fékk Bogi Ágústsson, þáttarstjórnandi Heimsgluggans á morgunvakt Rásar 1, Einar Loga Vignisson, yfirsölumann auglýsingadeildar ríkismiðilsins, í sett sem álitsgjafa um sviptingar í portúgölskum stjórnmálum.

Hrafnarnir bíða spenntir eftir því að mannauðsstjóri eða yfirþýðandi RÚV verði fengnir inn sem álitsgjafar til að varpa ljósi á yfirstandandi stjórnarviðræður í Póllandi.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.