Hrafnarnir hafa ávallt gaman af Sindra Sindrasyni sjónvarpsmanni. Í vikunni var hann með innslag í Íslandi í dag á Stöð 2. Þar kíkti hann í morgunkaffi til Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hrafnarnir voru að vísu á flugi meðan þátturinn var sýndur og sáu aðeins hluta hans. Í þeim hluta sagði Sólveig afdráttarlaust: „Ég mun aldrei eiga hlutabréf! Aldrei!“ Hrafnarnir fagna þessari yfirlýsingu enda er ljóst að Sólveig Anna er sammála þeim um að það sé óskiljanlegt hversu mikil handavinna það er að færa inn hlutabréfaviðskipti á skattframtalinu.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan pistil má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út þann 9. mars 2023.