Það eru mikil óheillatíðindi fyrir verkalýðinn að Drífa Snædal, forseti ASÍ, hafi bugast yfir ógnartilburð- um Sólveigar Önnu Jónsdóttur, einræðisherra Eflingar og yfirlýstum Stalínista, og sagt af sér í gær. Drífa er ekki fullkomin frekar en hver annar og hefur mátt þola harða gagnrýni hér á þessum vettvangi, en þrátt fyrir það hefur hún almennt unnið fyrir hreyfinguna af heilindum og skynsemi. Það sama má almennt segja um Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálm Birgisson, formann Verkalýðsfélags Akraness, þótt þeir hafi munað fífil sinn fegri sem verka- lýðsleiðtogar undanfarin misseri.

Ragnar og Vilhjálmur tilheyra róttækari armi verkalýðshreyfingarinnar, sem Sólveig Anna hefur lagt undir sig af svo mikilli snilli. Þessir menn, sem maður taldi áður hafa prinsipp og vera heilir í sinni baráttu, hafa verið svipubarnir til hlýðni undir Sólveigu Önnu. Þannig gengu þeir með veggjum þegar Sólveig Anna rak alla starfsmenn Eflingar, augljóslega til að ráða þangað inn „hlýðnara“ starfsfólk. Ragnar Þór brást þar sínu eigin fólki, þegar hann hélt ekki uppi vörnum fyrir það, en allir vita að hann hefði staðið gargandi á torgum ef það hefði verið eitthvert annað fyrirtæki sem stæði að þessum uppsögnum.

Týr er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út 11. ágúst 2022.