Umfjöllun Viðskiptablaðsins um starfsemi RÚV í síðustu viku vakti athygli. Byggði umfjöllunin á fundargerðum stjórnar RÚV, sem ekki gekk þrautalaust á fá afhentar. Beiðni var send í ágúst í fyrra og það var ekki fyrr en úrskurðarnefnd um upplýsingamál skarst í leikinn að þær voru afhentar. Í fundargerðunum kemur margt forvitnilegt í ljós meðal annars umræða um frammistöðu spyrla í kosningasjónvarpi RÚV og of viðskiptamiðuð efnistök Landans.

Á því eina hálfa ári sem fundargerðirnar ná til má sjá að Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri mætir á tvo fundi til að „kynna helstu verkefni fréttastofunnar og helstu verkefni næstu mánuði“. Þetta vekur augljóslega upp spurningar um hlutleysi því stjórnin er pólitískt skipuð. DV spurði Rakel út í þetta og sagðist hún upplifa þessa fundi aðeins sem umræðu um rekstrarlega hlutann á sínu starfi. „Ef spurningar koma sem þykja ganga of nærri fréttatengda hlutanum, er þeim vísað frá,“ segir Rakel í DV. Hrafnarnir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að skilja þetta. Þýðir þetta að stjórnin er á stundum að skipta sér af fréttum eða reyna það?

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .

Umfjöllun Viðskiptablaðsins um starfsemi RÚV í síðustu viku vakti athygli. Byggði umfjöllunin á fundargerðum stjórnar RÚV, sem ekki gekk þrautalaust á fá afhentar. Beiðni var send í ágúst í fyrra og það var ekki fyrr en úrskurðarnefnd um upplýsingamál skarst í leikinn að þær voru afhentar. Í fundargerðunum kemur margt forvitnilegt í ljós meðal annars umræða um frammistöðu spyrla í kosningasjónvarpi RÚV og of viðskiptamiðuð efnistök Landans.

Á því eina hálfa ári sem fundargerðirnar ná til má sjá að Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri mætir á tvo fundi til að „kynna helstu verkefni fréttastofunnar og helstu verkefni næstu mánuði“. Þetta vekur augljóslega upp spurningar um hlutleysi því stjórnin er pólitískt skipuð. DV spurði Rakel út í þetta og sagðist hún upplifa þessa fundi aðeins sem umræðu um rekstrarlega hlutann á sínu starfi. „Ef spurningar koma sem þykja ganga of nærri fréttatengda hlutanum, er þeim vísað frá,“ segir Rakel í DV. Hrafnarnir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að skilja þetta. Þýðir þetta að stjórnin er á stundum að skipta sér af fréttum eða reyna það?

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .