Hrafnarnir sáu í vikunni að tap var á rekstri Samkaupa í fyrra og nam það 192 milljónum króna árið 2022, samanborið við 461 milljón króna hagnað árið 2021. Hrafnarnir telja einsýnt að Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra rafrænna skilríkja og Íslenska dansflokksins, fagni þessari rekstrarniðurstöðu en hún hefur ásamt verkalýðshreyfingunni og fleirum gagnrýnt stóru matvörukeðjurnar að undanförnu fyrir vöruhækkanir – með öðrum orðum fyrir að hleypa verðbólgunni í verðlagið.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan pistil má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út þann 23. mars 2023.