Eftir að Jón Gunnar Jónsson sýslumaður og stjórn Bankasýslunnar ákváðu að ryðja allri stjórn Landsbankans vegna kaupa bankans á TM hafa margir velt stöðu Lilju Bjarkar Einarsdóttir bankastjóra fyrir sér.

Að minnsta kosti heyra hrafnarnir að fólk er nú þegar farið að velta eftirmanni hennar fyrir sér ef  ný stjórn ákveður að láta kné fylgja kviði og segja bankastjóranum upp störfum. Helgi Bjarnason hefur verið nefndur enda hefur hann bæði reynslu af viðskiptabankastarfsemi og rekstri tryggingarfélaga.

En vafalaust vinnur það gegn Helga að hann var ráðgjafi Landsbankans við kaupin á TM. Þá hafa einhverjir nefnt Hrefnu Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóra Creditinfo en hún þekkir vel til bankans úr fyrri störfum. Þá hefur nafn Eyrúnar Önnu Einarsdóttir sem stýrir eignastýringu Landsbankans verið nefnt í þessu samhengi. En hrafnarnir ætla ekki að útiloka að bankaráðið ákveði á endanum að aðstæður kalli á að leita verði til gömlu gildanna og það hafi samband við annað hvort Höskuld H. Ólafsson eða Steinþór Pálsson.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist í blaðinu sem kom út 17. apríl 2024.