Það er í mörg horn að líta hjá stjórnendum sveitarfélaga á Íslandi í dag eins og endranær. Rekstur þeirra er afar þungur í verðbólgu og vaxtaumhverfi nútímans. Áskoranir eru miklar og oftar en ekki óvæntar og með tilheyrandi skaða gagnvart fjárhagsáætlunum sveitarfélaga.

Við hér á Seltjarnarnesi erum ágætis dæmi um óvænta skelli á rekstur okkar. Síðastliðið sumar var greind mygla í báðum byggingum grunnskólanns okkar. Gripið var til aðgerða án tafar en þessi mikla framkvæmd var auðvitað ekki fyrirsjáanleg og því ekki á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Í þessu samhengi verður einnig að minnast á lífeyrisskuldbindingu sveitarfélagsins sem er rekstrinum gríðarlega íþyngjandi. Þarna er verið að verðmeta reiknaða skuldbindingu við fyrrum starfsfólk sveitarfélagsins með tilliti til lífslíka og launhækkana. Þetta er reiknað út af tryggingastærðfræðingum.

Það er í mörg horn að líta hjá stjórnendum sveitarfélaga á Íslandi í dag eins og endranær. Rekstur þeirra er afar þungur í verðbólgu og vaxtaumhverfi nútímans. Áskoranir eru miklar og oftar en ekki óvæntar og með tilheyrandi skaða gagnvart fjárhagsáætlunum sveitarfélaga.

Við hér á Seltjarnarnesi erum ágætis dæmi um óvænta skelli á rekstur okkar. Síðastliðið sumar var greind mygla í báðum byggingum grunnskólanns okkar. Gripið var til aðgerða án tafar en þessi mikla framkvæmd var auðvitað ekki fyrirsjáanleg og því ekki á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Í þessu samhengi verður einnig að minnast á lífeyrisskuldbindingu sveitarfélagsins sem er rekstrinum gríðarlega íþyngjandi. Þarna er verið að verðmeta reiknaða skuldbindingu við fyrrum starfsfólk sveitarfélagsins með tilliti til lífslíka og launhækkana. Þetta er reiknað út af tryggingastærðfræðingum.

Hjá ríkinu er þessi liður utan reikninga en hjá sveitarfélögum kemur lífeyrisskuldbinding inn í bækur sveitarfélaga sem hreint rekstrartap sem gerir okkur mjög erfitt fyrir og litar okkar afkomu. Á liðnu ári námu einir og sér framangreindir tveir liðir 86% af halla bæjarsjóðs.

Reksturinn mótast því mjög mikið af mótvægisaðgerðum sem og rýni í fasta kostnaðarliði sem nauðsynlegt er að skoða með reglubundum hætti þannig að sveitarfélögum bjóðist alltaf hagkvæmustu verð á öllum tímum. Það mikilvægasta er að reyna með öllum ráðum að hemja útgjöld og lækka vaxta- og verðbótabyrði sveitarfélagsins. Eins þarf að vega og meta þátttöku í verkefnum eins og Samgöngusáttmálanum og skoða aukinn kostnað við byggðasamlögin.

Það sem við höfum verið að gera hér sem mótvægi og til að létta á bæjarsjóði er meðal annars sala eigna. Við höfum selt eignir fyrir um 2.1 milljarð á árinu 2024. Við auglýstum til sölu fasteignina Safnatröð 1 sem hýsir hjúkrunarheimilið Seltjörn. Í þeirri fasteign var bundið umtalsvert fé sem sveitarfélagið þurfti nauðsynlega á að halda í önnur verkefni. Að eiga fasteign undir hjúkrunarheimili tengist ekki grunnrekstri sveitarfélaga með nokkrum hætti. Mikill áhugi var á fjárfestingu í eigninni sem og yfirtöku á leigupakkanum við ríkisvaldið, en ríkið hefur leigt fasteignina af Seltjarnarnesbæ frá því hjúkrunarheimilið opnaði árið 2019. Gengið var til samninga við hæstbjóðanda sem er félagið Safnatröð slhf. en það félag er í eigu innviðasjóðsins Innviðir fjárfestingar II slhf. en sá sjóður er í eigu lífeyrissjóða. Innviðasjóðurinn er í umsjón Summu rekstrarfélags hf. Það er ánægjulegt að fá lífeyrissjóðina inn í fjárfestingu sem þessa.

Kaupsamningurinn gerir ráð fyrir því að heilbrigðisráðuneytið leigi áfram hluta hjúkrunarheimilisins sem er stærsti hluti eignarinnar. Seltjarnarnesbær mun hins vegar leigja það húsnæði sem ráðuneytið hefur ekki verið með á leigu fram til þessa og hýsir dagdvöl fyrir aldraða. Þarna komum við að svolítið skrítnu máli sem heilbrigðisráðuneytið og fjármálaráðuneytin verða að breyta, því að mínu mati er ríkið alls ekki að uppfylla sínar skyldur. Dagdvöl er nefnilega heilbrigðis- og öldrunarþjónusta sem ríkið ber ábyrgð á skv. lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um málefni aldraðra.

Áhuginn á fjárfestingum á Seltjarnarnesi kemur mér alls ekki á óvart en í framhaldinu verður áhugavert að skoða fleiri mögulega snertifleti við þróunaraðila og innviðasjóði tengda lífeyrissjóðum og þau tækifæri sem þar kunna að vera fyrir innviðauppbyggingu. Við erum síðan að setja saman vinnuhóp sem ætlað er að skoða tækifæri til þróunar á þeim reitum sem sveitarfélagið á. Þar liggja mikil tækifæri fyrir bæjarfélagið. Jafnfram er stutt í að sala hefjist á íbúðum í Gróttubyggð vestast á Nesinu. Það er því fullt í gangi hér á Nesinu.

Það er vor í lofti. Framkvæmdir sumarsins eru fram undan og von bráðar mæta krakkarnir í vinnuskólann. Við erum nýbúin að halda upp á 50 ára afmæli bæjarins og hugur í okkur. Það er því okkur stjórnendum sveitarfélaga einstaklega mikilvægt að vera bjartsýn og láta það sjást. Leikgleði er öllum liðum mikils virði og rétta hugarfarið er jákvæðni og framsækni. Við erum öll farin að hlakka til sumarsins og sá sem þetta ritar er búinn að mæta golfvöllinn nú þegar og horfir vonar og bjartsýnisaugum til lækkunar forgjafar og gæðastunda sumarsins.

Höfundur er bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.