Kastalinn hefur tilheyrt konungsfjölskyldunni frá 1852 þegar Albert prins, eiginmaður Viktoríu drottningar, keypti hann á 32 þúsund pund. Núvirt eru það 3,7 milljónir punda eða 653 milljónir króna. Landareignin og húsakosturinn er í dag metinn á 140 milljónir punda, um 26 milljarða króna. Hafa verður í huga að húsakostur var ekki sá sami og nú.

Á kaupárinu var hafist handa við að byggja nýjan kastala og lauk smíðinni árið 1856. Sá gamli var síðar rifinn. Jarðhæðin er sögð vera um 3 þúsund fermetrar að stærð en kastalinn er 2-3 hæðir. Alls eru 167 herbergi í kastalanum, þar af 52 svefnherbergi. Að auki eru 150 hús á landareigninni sem er 20 þúsund hektarar að stærð eða 200 ferkílómetrar.

Kastalinn hefur tilheyrt konungsfjölskyldunni frá 1852 þegar Albert prins, eiginmaður Viktoríu drottningar, keypti hann á 32 þúsund pund. Núvirt eru það 3,7 milljónir punda eða 653 milljónir króna. Landareignin og húsakosturinn er í dag metinn á 140 milljónir punda, um 26 milljarða króna. Hafa verður í huga að húsakostur var ekki sá sami og nú.

Á kaupárinu var hafist handa við að byggja nýjan kastala og lauk smíðinni árið 1856. Sá gamli var síðar rifinn. Jarðhæðin er sögð vera um 3 þúsund fermetrar að stærð en kastalinn er 2-3 hæðir. Alls eru 167 herbergi í kastalanum, þar af 52 svefnherbergi. Að auki eru 150 hús á landareigninni sem er 20 þúsund hektarar að stærð eða 200 ferkílómetrar.

Smíðinni við kastalann lauk árið 1856.

Kom í sumarlok

Elísabet II drottning hafði þann sið að koma í kastalann í sumarlok og dvelja þar í nokkrar vikur. Hún lést í einni slíkri ferð 8. september 2022. Bresku forsætisráðherrarnir þurftu oft að heimsækja drottninguna í kastalann. Síðasta heimsóknin var tveimur dögum fyrir andlát Elísabetar, þegar Liz Truss varð forsætisráðherra. Líklega myndi enginn muna eftir henni annars, enda var hún forsætisráðherra í aðeins 49 daga.

Blendnar tilfinningar

Blendnar tilfinningar hafa verið meðal forsætisráðherra Bretlands að sækja kastalann heim. Venja er að breski forsætisráðherrann dvelji hjá þjóðhöfðingjanum yfir helgi. Salisbury lávarður (1895-1902) kallaði kastalann Síberíu. Margrét Thatcher (1979-1990) sagði það „hreinsunareld“ að koma í kastalann og Tony Blair (1997- 2007) sagðist þurfa „sterkan drykk“ til að lifa heimsóknina af. Hins vegar sagði David Cameron (2010-2016) að það væri mikil sæla að ganga um landareignina án nokkurra lífvarða.

Churchill dvaldi mest

Fyrsti forsætisráðherrann af þeim fimmtán sem Elísabet skipaði í valdatíð sinni var Winston Churchill. Árið 1902 var Churchill 27 ára gamall og hafði verið þingmaður í neðri deild breska þingsins í tæp tvö ár. Þá um haustið sótti hann Balmoral í fyrsta sinn heim að ósk Játvarðs VII konungs. Í bréfi frá 27. september 1902 til móður sinnar, lafði Randolph Churchill, segir hinn ungi Winston: „konungurinn hefur lagt sig fram um að vera góður við mig“. Churchill var ungur maður að flýta sér og hvatti hann móður sína til að „blaðra [við konunginn] um að ég hefði skrifað þér og sagt hve mikið, og svo framvegis, ég hafi notið mín þar“. Churchill dvaldi oft að hausti og vori hjá Játvarði VII.

Fannst Georg V húmorslaus og stífur

Churchill, þá innanríkisráðherra, var boðið af Georg V að dvelja í kastalanum í september 1911. Georg hafði tekið við af föður sínum ári áður. Churchill naut ekki dvalarinnar í fyrstu. Honum fannst Georg V húmorslaus og stífur og lýsti því í bréfi til konu sinnar Clementine að dvölin væri óáhugaverð og hann saknaði hennar en ekki var venja að bjóða konum ráðherra í kastalann. Churchill sagði einnig að konungurinn talaði of mikið um framhjáhöld.

Fyrstu kynnin af Elísabetu II

Churchill skrifaði konu sinni Clemence bréf þann 25. september 1928 frá Balmoral þar sem hann ræddi barnunga Elísabetu II. „Hér er alls enginn nema konungsfjölskyldan, starfsfólk og Elísabet drottning – 2 ára. Sú síðastnefnda er karakter. Hún hefur sjálfstraust og virðist kunna að stjórna sem er undraverður eiginleiki hjá ungabarni...“

Jalta í stað Balmoral

Í júlí 1944 sendi Churchill Roosevelt Bandaríkjaforseta tvívegis símskeyti til að hvetja til annars fundar „stóru þriggja“ í kjölfar ráðstefnunnar með honum og Jósef Stalín í Teheran árið 1943. Churchill stakk upp „á fundi okkar þriggja í Invergordon eða á Balmoral“. Roosevelt svaraði því til að hann væri „frekar hrifinn af hugmyndinni um Invergordon eða stað á vesturströnd Skotlands“. Jalta á Krímskaga varð hins vegar fyrir valinu og Churchill varð fyrir miklum vonbrigðum með staðarvalið. Þriðja ráðstefnan var haldin í Potsdam sumarið 1945 en á öllum þremur var rætt um skiptingu landsvæða að loknu stríði.