Breski öku­þórinn Lewis Hamilton mun yfir­gefa for­múlu 1 lið Mercedes og semja við Ferrari fyrir tíma­bilið 2025. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Mercedes enSky News greinir frá.

Toto Wolff, liðs­stjóri Mercedes, mun á­varpa starfs­menn liðsins bráð­lega en von er á form­legri til­kynningu seinna í dag.

Sam­kvæmt Sky var grunur um að Hamilton myndi semja við Ferrari fyrir 2024 tíma­bilið en hann skrifaði undir 100 milljón punda samning við Mercedes til tveggja ára í fyrra.

Hamilton, sem hefur unnið sjö heims­meistara­titla, mun því keyra fyrir Mercedes til árs­loka.

Hann mun að öllum líkindum leysa Car­los Sainz öku­þór Ferrari á næsta ári en samningur hans rennur út eftir þetta tíma­bil.