Yfir sumartímann færa margir hreyfinguna sína út úr sveittum líkamsræktarstöðvunum út í ferska sumarloftið. Með hækkandi sólu og hlýnandi veðri má sjá göngustíga landsins fyllast af fólki, þar á meðal hlaupurum.

Forsendur og markmið hlaupara eru jafn ólílk og hlaupararnir eru margir. Sumir stefna á að hlaupa Laugaveginn, aðrir vilja ná að hlaupa 3 km án þess að stoppa og enn aðrir nýta sér hlaup til að gleyma stað og stund.

Það eru mörg skemmtileg og spennandi hlaup framundan í sumar. Silja Úlfars hefur tekið saman nokkur hlaup og hvetur lesendur til að skrá sig sem fyrst og plana sumarfríið og æfingarnar í kringum þessa viðburði!

Sumarhlaupin

  • Hengill Ultra Trail, 9.-10. júní Vegalendir: 5 km, 10 km, 26 km, 53 km, 106 km, 160 km. Stórskemmtilegt utanvegahlaup í Hveragerði.
  • Miðnæturhlaup Suzuki, 22. júní. Vegalengdir: 5 km, 10 km, 21,1 km. 30 ára afmælishlaup í Laugardalnum.
  • Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka,19. ágúst. Vegalengdir: 1,7 km, 3 km, 10 km, 21,1 km, 42,2 km. Fjölmennasta hlaup landsins þar sem hlauparar hlaupa fyrir góð málefni.

Fleiri spennandi hlaup má finna í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út 11.maí. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.