Karl konungur hefur átt fjölda bíla í gegnum tíðina. Lengst af hefur hann ekið um á bílum úr smiðju Aston Martin.

Í nóvember 1986 gaf Sheikh Isa Bin Sulman Al-Khalifa, emírinn af Barein, prinsinum nýjan V8 Vantage Volante. Þetta varð hversdagsbíll Karls til ársins 1995 þegar hann var seldur á uppboði fyrir 215 þúsund pund að núvirði, um 36,3 milljónir króna.

Þá lánaði bílaframleiðandinn honum nýjan Virage Volante með 6,3 lítra vél. Hann ók á honum til ársins 2007.

Í dag ekur konungurinn meðal annars um á rafbílnum IPace frá Jaguar. Svo er honum ekið um á ýmsum tegundum breskra bíla í opinberum erindum. Þeirra á meðal eru fjölmargir Rolls-Royce, Bentley-ar og Jaguar bifreiðar.

Nánar er fjallað um bíla konungsins í blaðinu Eftir vinnu, sem kom nýlega út. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.