Úrvalið af mat og drykk er frábært í borginni. Við völdum þrjá staði sem eiga það sameiginlegt að vera katalónskir og vinsælir.

La Table de La Sultana

Veitingastaðurinn borðið á La Sultana riadinu er alveg sérstaklega skemmtilegur. Hann er stærri en veitingastaðurinn á La Maison Arab en í svipuðum anda.

Andrúmsloftið er þægilegt, opið upp í himinn og staðurinn líkt og vin í eyðimörkinni.

Franskir réttir með marokkósku ívafi, eða öfugt, er undirstaðan á matseðlinum. Þó réttirnir komi engum á óvart sem hefur dvalið í landinu um nokkra hríð er þar allt er eins og best verður á kosið.

Umfjöllun um fleiri vetingastaði og bari í Marrakess má finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út þann 30. júní. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.