Marrakess er fjórða stærsta borg Marokkó og er nærri rótum Atlas fjallanna. Þar finnur maður sérstaka blöndu af því nýja og gamla.

Frönsk áhrif eru enn sterk í landinu þó þau fari dvínandi en landið fékk sjálfstæði árið 1956. Til marks um minni áhrif Frakka er að ungt fólk vill heldur tala ensku en frönsku, sem var allsráðandi.

Það er margt að skoða í borginni. Mannlífið er lifandi og frábrugðið lífinu sem við þekkjum. Miðborgin og úthverfin eru ólík og gaman að sjá líf venjulegs Marokkóbúa.

Glæsi-lega í eyðimörkinni

Það þarf ekki að ferðast nema hálftíma til að komast út í eyðimörkina. Þar er hægt að fara í glæsi-legu (e. Glamping) sem er eins og að búa að fimm stjörnu hóteli. Það er sérstakur matsalur, bar og hverju herbergi fylgir klósett.

Þetta er skemmtileg tilbreyting frá borginni og margt hægt að gera. Stjörnuskoðun, sitja á úlfalda, fara í loftbelg eða aka um smáþorp á böggíbílum eru dæmi um hvað hægt er að gera.

Umfjöllun um fleiri staði í Marrakess er að finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út þann 30. júní. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.