Það var að nægu að taka í Sport & Peningar á árinu en Hjörvar Hafliðason þáttastjórnandi hlaðsvarpsins Dr. Football ásamt myndaveislu af fimm ára afmæli þáttarins á Café Catalínu var vinsæll meðal lesenda Viðskiptablaðsins.
1.Ætlar ekki í áskriftarmódel
Viðtal Eftir vinnu blaðsins við Hjörvar Hafliðason trónir á toppnum yfir mest lesnu Sport & Peningar fréttir ársins en Hjörvar lofaði þar að fara ekki með þátt sinn bak við áskriftarvegg.
„Ég myndi aldrei rukka fólk fyrir að heyra hvað mér finnst um 2-1 sigur Chelsea á Aston Villa,“ sagði Hjörvar meðal annars í viðtalinu.
2. Mark Cuban selur í Dallas Mavericks fyrir 480 milljarða
Fregnir af því að frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Mark Cuban væri að selja meirihluta í NBA liðinu Dallas Mavericks vöktu mikla athygli erlendis og hérlendis. Ekkja spilavítis-mógúlsins Sheldon Adelson, Miriam, keypti ráðandi hlut á 480 milljarða.
3. Myndir: 5 ára afmæli Dr. Football
Knattspyrnuhlaðvarpið Dr. Football varð fimm ára á árinu og af því tilefni bauð Hjörvar Hafliðason til afmælisfagnaðar á Café Catalínu í Hamraborg. Húsfyllir var á Catalínu og var öllum leikmönnum boðið, „alveg sama hvort þeir séu góðir, slakir, áhugaverðir, magnaðir, vanmetnir, metnaðarfullir, sérstakir eða spes.
4. Launahæstu leikmenn landsins
Eftir vinnu blað Viðskiptablaðsins fjallaði um tíu launahæstu íslensku knattspyrnuleikmenn kvenna og karla. Munurinn var gríðarlegur.
5. „This guy is some kind of a Dr. Football.“
Viðtal við Hjörvar Hafliðason um vinsældir hlaðvarpsins Dr. Football og uppruna nafnsins Dr. Football naut mikilla vinsælda meðal lesenda.