Það var að nægu að taka í Sport & Peningar á árinu en Hjör­var Haf­liða­son þátta­stjórnandi hlaðs­varpsins Dr. Foot­ball á­samt mynda­veislu af fimm ára af­mæli þáttarins á Café Cata­línu var vin­sæll meðal les­enda Við­skipta­blaðsins.

1.Ætlar ekki í á­skriftar­módel

Við­tal Eftir vinnu blaðsins við Hjör­var Haf­liða­son trónir á toppnum yfir mest lesnu Sport & Peningar fréttir ársins en Hjör­var lofaði þar að fara ekki með þátt sinn bak við á­skriftar­vegg.
„Ég myndi aldrei rukka fólk fyrir að heyra hvað mér finnst um 2-1 sigur Chelsea á Aston Villa,“ sagði Hjör­var meðal annars í við­talinu.

2. Mark Cu­ban selur í Dallas Ma­vericks fyrir 480 milljarða

Fregnir af því að frum­kvöðullinn og milljarða­mæringurinn Mark Cu­ban væri að selja meiri­hluta í NBA liðinu Dallas Ma­vericks vöktu mikla at­hygli er­lendis og hér­lendis. Ekkja spilavítis-mógúlsins Sheldon Adelson, Miriam, keypti ráðandi hlut á 480 milljarða.

3. Myndir: 5 ára af­mæli Dr. Foot­ball

Knatt­spyrnu­hlað­varpið Dr. Foot­ball varð fimm ára á árinu og af því til­efni bauð Hjör­var Haf­liða­son til af­mælis­fagnaðar á Café Cata­línu í Hamra­borg. Hús­fyllir var á Cata­línu og var öllum leik­mönnum boðið, „alveg sama hvort þeir séu góðir, slakir, á­huga­verðir, magnaðir, van­metnir, metnaðar­fullir, sér­stakir eða spes.

4. Launa­hæstu leik­menn landsins

Eftir vinnu blað Við­skipta­blaðsins fjallaði um tíu launa­hæstu ís­lensku knatt­spyrnu­leik­menn kvenna og karla. Munurinn var gríðar­legur.

5. „This guy is some kind of a Dr. Foot­ball.“

Við­tal við Hjör­var Haf­liða­son um vin­sældir hlað­varpsins Dr. Foot­ball og upp­runa nafnsins Dr. Foot­ball naut mikilla vin­sælda meðal les­enda.