Í til­efni af Nor­dic Wo­men in Tech Awards sem haldið er á Ís­landi í ár, hélt Origo á­samt Boozt við­burð í gær þar sem rætt var um ný­sköpun og konur í tækni­geiranum.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu var við­burðurinn vel sóttur, en yfir 130 inn­lendir og er­lendir gestir komu þar saman.

Rasmus Bru­un sam­skipta­sér­fræðingur hjá Boozt stjórnaði pall­borðs­um­ræðum þar sem Dröfn Guð­munds­dóttir fram­kvæmda­stjóri Mann­auðs­sviðs Origo, Plamena Cher­ne­ca fram­kvæmda­stjóri Nor­dic Wo­men in Tech Awards og Sarina Bibæk for­ritari hjá Boozt voru við­mælendur.

Arna Harðar­dóttir fram­kvæmda­stjóri Helix ræddi um hvernig hægt er að nýta staf­rænar lausnir í heil­brigðis­þjónustu en ný­lega breyttust Heil­brigðis­lausnir Origo í sjálf­stætt fé­lag að nafni Helix. Kristín Hrefna Hall­dórs­dóttir for­stöðu­maður Gæða- og Inn­kaupa­lausna Origo ræddi um það hvernig hún leiddist út í tækni­geirann og hvernig hægt sé að breyta leiknum með tækninni.

Nor­dic Wo­men in Tech Awards er haldið ár­lega með það að mark­miði að auka sýni­leika fram­úr­skarandi kvenna í tækni­geiranum og hvetja yngri kyn­slóðir kvenna til að sækja í tækni­störf.

„Þetta snýst um að efla fjöl­breyti­leikann því þannig sköpum við betri jarð­veg fyrir ný­sköpun, svo við megum aldrei gleyma að setja upp fjöl­breyti­leika – gler­augun. Þetta höfum við á­vallt hug­fast í öllum okkar ráðningum“ sagði Dröfn Guð­munds­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Mann­auðs­sviðs Origo.

Jón Björns­son for­stjóri Origo hélt einnig tölu á fundinum. Myndirnar má sjá hér að neðan.

Dröfn Guð­munds­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Mann­auðs­sviðs Origo.
Jón Björns­son for­stjóri Origo.