„Við sameinum á einum vettvangi allt sem þarf til að taka á móti greiðslum á netinu og í persónu,“ segir Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Straums, sem er dótturfélag Kviku og var stofnað vegna kaupa Kviku á söluaðilasafni frá Valitor í tengslum við samruna Rapyd Europe og Valitor.

Fyrirtækið hlaut starfsleyfi frá FME sem greiðslustofnun í lok mars síðastliðinn en var stofnað fyrir ári síðan. Á stuttum tíma er félagið komið með fjórðungs markaðshlutdeild í færsluhirðingu á Íslandi.

Lilja hefur allan sinn starfsferil starfað í tengslum við greiðsluþjónustu, þar af hjá Borgun í tíu ár og Landsbankanum í tvö ár. „Ég hef mikinn áhuga á þessum bransa og er mikið að hugsa út í greiðslulausnir og þróun þeirra. Þetta eru mínar ær og kýr.“

Litlu munaði hins vegar að Lilja færi í lækninn, en fór út til Danmerkur á sínum tíma til að læra læknisfræði. „Á fyrsta ári fengum við lík til að kryfja og ég hætti við þá, mér leist ekkert á blikuna. Ég tók u-beygju og fór að læra stærðfræði í H.Í.“

„Við sameinum á einum vettvangi allt sem þarf til að taka á móti greiðslum á netinu og í persónu,“ segir Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Straums, sem er dótturfélag Kviku og var stofnað vegna kaupa Kviku á söluaðilasafni frá Valitor í tengslum við samruna Rapyd Europe og Valitor.

Fyrirtækið hlaut starfsleyfi frá FME sem greiðslustofnun í lok mars síðastliðinn en var stofnað fyrir ári síðan. Á stuttum tíma er félagið komið með fjórðungs markaðshlutdeild í færsluhirðingu á Íslandi.

Lilja hefur allan sinn starfsferil starfað í tengslum við greiðsluþjónustu, þar af hjá Borgun í tíu ár og Landsbankanum í tvö ár. „Ég hef mikinn áhuga á þessum bransa og er mikið að hugsa út í greiðslulausnir og þróun þeirra. Þetta eru mínar ær og kýr.“

Litlu munaði hins vegar að Lilja færi í lækninn, en fór út til Danmerkur á sínum tíma til að læra læknisfræði. „Á fyrsta ári fengum við lík til að kryfja og ég hætti við þá, mér leist ekkert á blikuna. Ég tók u-beygju og fór að læra stærðfræði í H.Í.“

Lilja æfir götuhjólreiðar hjá Tindi hjólreiðafélagi. „Þetta er frábær félagsskapur og við æfum jafnt og þétt í gegnum allt árið og förum alltaf til Kanaríeyja í mars í æfingaferð. Ég er líka heppin að vera með manninum í þessu áhugamáli sem byrjaði á svipuðum tíma og ég.“

Lilja og maðurinn hennar, Jón Heiðar, urðu kærustupar þegar hún var 14 ára og hann 17 ára, og eru þau Skagfirðingar í húð og hár. Þau eiga þrjár stelpur á aldrinum 8-15 ára og hafa komið sér vel fyrir í Kópavogi. Fjölskyldan á auk þess þriggja ára hund, eins konar „Covidhund“. „Við giftum okkur árið 2017, tveimur dögum áður en við fluttum inn í húsið sem við byggðum okkur. Við héldum innflutningspartý ári síðar, á brúðkaupsafmælisdeginum og sögðum þá fólkinu okkar frá því að við værum gift,“ segir Lilja í léttum tón.

Nánar er rætt við Lilju í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudaginn, 15. nóvember.